Enski boltinn

Blaðamaður BBC: Viðræður Klopp og Liverpool vel á veg komnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp er hugsanlega á leið til Liverpool.
Klopp er hugsanlega á leið til Liverpool. vísir/getty
Viðræður milli Liverpool og Jürgens Klopp eru vel á veg komnar og gætu klárast áður en vikan er úti. Frá þessu greinir Ben Smith, fréttamaður hjá BBC, á Twitter-síðu sinni.

Stjórnarmenn Liverpool vilja fá Klopp til að taka við stjórastarfinu af Brendan Rodgers sem var sagt upp störfum eftir 1-1 jafnteflið við Everton á sunnudaginn.

Klopp er einn eftirsóttasti stjórinn í bransanum en hann hætti hjá Dortmund í vor eftir sjö farsæl ár hjá þýska liðinu. Á þeim tíma varð Dortmund tvisvar sinnum þýskur meistari og einu sinni bikarmeistari.

Að sögn Smith vill Liverpool vera búið að ganga frá ráðningu á knattspyrnustjóra fyrir næsta leik liðsins, gegn Tottenham Hotspur 17. október.


Tengdar fréttir

Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool

Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers.

Klopp efstur á óskalistanum

Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti.

Rodgers rekinn frá Liverpool

Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi.

Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin

Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×