Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2015 09:15 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15
Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35
Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15