Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 09:00 Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Ingvari Dór frá því í júní kemur fram að hann hafi mælt sér mót við stúlkuna fjórtán ára og haft við hana samfarir meðal annars með hótunum um birtingu myndanna. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti á fimmtudag fyrir að hafa meðal annars nauðgað fjórtán ára stúlku árið 2010, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn annarri fjórtán ára stúlku í fyrra. Aftur á hann að hafa sett sig í samband við stúlkuna í gegnum netið og fengið hana til að senda sér nektarmyndir af sjálfri sér. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Ingvari Dór frá því í júní kemur fram að hann hafi mælt sér mót við stúlkuna fjórtán ára og haft við hana samfarir meðal annars með hótunum um birtingu myndanna. Meint brot á að hafa átt sér stað snemma á árinu 2014. Ingvar Dór hefur dvalið mikið erlendis undanfarin ár en var boðaður í skýrslutöku við komu til landsins þann 4. desember 2014. Neitaði hann þeim ásökunum sem á hann voru bornar og komst lögregla að því að hann ætlaði aftur af landi brott viku síðar, 11. desember.Chastity Rose Dawson Gísladóttir var fórnarlambið í málinu sem Ingvar Dór hlaut dóm í á fimmtudaginn.Yfirgaf Ísland þrátt fyrir kröfu um farbann Í ljósi þess að Ingvar Dór gaf ekki upp hvað hann fengist við erlendis og ferð hans var sögð til ótiltekins tíma var farið fram á farbann yfir honum. Þann 11. desember, þegar átti að taka fyrir kröfuna um farbann, kom í ljós að Ingvar Dór hafði haldið af landi brott fyrr um daginn. Þá var gefin út handtökuskipun á hendur honum og hann handtekinn við komuna til Hollands. Farið var fram á að Ingvar yrði framseldur til Íslands og fékkst loks samþykki fyrir því hjá hollenskum dómstólum í júní. Var hann fluttur til landsins 16. júní. Í ljósi þess að Ingvar Dór hafði yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi beiðni um farbann var farið fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Féllust bæði héraðsdómur og Hæstiréttur á þá beiðni og úrskurðuðu hann í gæsluvarðhald til 23. október eða þar til dómur félli í hinu kynferðisbrotamálinu á hendur honum. Sá dómur féll svo í gær. Rannsókn lögreglu er lokið og verður málið nú sent til ríkissaksóknara. Þar verður tekin endanlega ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu.Ingvar Dór flúði til Cayman-eyja áður en kynferðisbrotamálið sem hann var dæmdur fyrir á fimmtudaginn var þingfest.Vísir/GettyFlúði til Cayman-eyja Ingvar Dór var sem fyrr segir dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti á fimmtudag. Brotin áttu sér stað í ársbyrjun árið 2010 og var gefin út ákæra í málinu í maí 2012. Erfiðlega gekk að birta Ingvari Dór ákæruna en það tókst loks í lok júní. Við þingfestingu málsins þann 9. júlí 2012 var hann hins vegar farinn af landi brott til Cayman-eyja.Dómur féll í héraði í september 2013 þar sem Ingvar Dór var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Hæstiréttur sendi hins vegar málið aftur í hérað. Ástæðan var að Hæstiréttur taldi að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins og héraðsdómur hefði ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð hefðu verið fram.Málið var því tekið aftur fyrir og féll dómur, jafnlangur, í ársbyrjun 2015. Hæstiréttur staðfesti þann dóm í síðustu viku. Tengdar fréttir Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30 Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Ingvari Dór Birgissyni sem fundinn var sekur um að hafa brotið kynferðislega gegn ungri stúlku í tvígang. 1. október 2015 17:47 Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti á fimmtudag fyrir að hafa meðal annars nauðgað fjórtán ára stúlku árið 2010, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn annarri fjórtán ára stúlku í fyrra. Aftur á hann að hafa sett sig í samband við stúlkuna í gegnum netið og fengið hana til að senda sér nektarmyndir af sjálfri sér. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Ingvari Dór frá því í júní kemur fram að hann hafi mælt sér mót við stúlkuna fjórtán ára og haft við hana samfarir meðal annars með hótunum um birtingu myndanna. Meint brot á að hafa átt sér stað snemma á árinu 2014. Ingvar Dór hefur dvalið mikið erlendis undanfarin ár en var boðaður í skýrslutöku við komu til landsins þann 4. desember 2014. Neitaði hann þeim ásökunum sem á hann voru bornar og komst lögregla að því að hann ætlaði aftur af landi brott viku síðar, 11. desember.Chastity Rose Dawson Gísladóttir var fórnarlambið í málinu sem Ingvar Dór hlaut dóm í á fimmtudaginn.Yfirgaf Ísland þrátt fyrir kröfu um farbann Í ljósi þess að Ingvar Dór gaf ekki upp hvað hann fengist við erlendis og ferð hans var sögð til ótiltekins tíma var farið fram á farbann yfir honum. Þann 11. desember, þegar átti að taka fyrir kröfuna um farbann, kom í ljós að Ingvar Dór hafði haldið af landi brott fyrr um daginn. Þá var gefin út handtökuskipun á hendur honum og hann handtekinn við komuna til Hollands. Farið var fram á að Ingvar yrði framseldur til Íslands og fékkst loks samþykki fyrir því hjá hollenskum dómstólum í júní. Var hann fluttur til landsins 16. júní. Í ljósi þess að Ingvar Dór hafði yfirgefið landið þrátt fyrir að fyrir lægi beiðni um farbann var farið fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Féllust bæði héraðsdómur og Hæstiréttur á þá beiðni og úrskurðuðu hann í gæsluvarðhald til 23. október eða þar til dómur félli í hinu kynferðisbrotamálinu á hendur honum. Sá dómur féll svo í gær. Rannsókn lögreglu er lokið og verður málið nú sent til ríkissaksóknara. Þar verður tekin endanlega ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu.Ingvar Dór flúði til Cayman-eyja áður en kynferðisbrotamálið sem hann var dæmdur fyrir á fimmtudaginn var þingfest.Vísir/GettyFlúði til Cayman-eyja Ingvar Dór var sem fyrr segir dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot í Hæstarétti á fimmtudag. Brotin áttu sér stað í ársbyrjun árið 2010 og var gefin út ákæra í málinu í maí 2012. Erfiðlega gekk að birta Ingvari Dór ákæruna en það tókst loks í lok júní. Við þingfestingu málsins þann 9. júlí 2012 var hann hins vegar farinn af landi brott til Cayman-eyja.Dómur féll í héraði í september 2013 þar sem Ingvar Dór var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Hæstiréttur sendi hins vegar málið aftur í hérað. Ástæðan var að Hæstiréttur taldi að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins og héraðsdómur hefði ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð hefðu verið fram.Málið var því tekið aftur fyrir og féll dómur, jafnlangur, í ársbyrjun 2015. Hæstiréttur staðfesti þann dóm í síðustu viku.
Tengdar fréttir Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30 Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Ingvari Dór Birgissyni sem fundinn var sekur um að hafa brotið kynferðislega gegn ungri stúlku í tvígang. 1. október 2015 17:47 Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Eftir fimm og hálfs árs baráttu barst símtal sem breytti öllu Ingvar Dór Birgisson var dæmdur fyrir að hafa áreitt kynferðislega og nauðgað Chastity Rose Dawson Gísladóttur, þá fjórtán ára, á heimili sínu. 2. október 2015 10:30
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Ingvari Dór Birgissyni sem fundinn var sekur um að hafa brotið kynferðislega gegn ungri stúlku í tvígang. 1. október 2015 17:47
Dæmdur kynferðisbrotamaður: Framseldur til Íslands frá Hollandi Chastity Rose Dawson Gísladóttur var nauðgað fyrir fimm og hálfu ári. Gerandinn, Ingvar Dór Birgisson, flýr endurtekið land en situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um annað kynferðisbrot. 21. júlí 2015 16:15