Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 21:35 Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. Vísir/GVA Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58