Björgólfur Thor hækkar um nærri 300 sæti á Forbes-listanum Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 17:26 Bill og Björgólfur eru áfram á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Vísir/AFP/Vilhelm Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins, sem birtur var í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á listanum, en hann er í 1121. sæti. Gates hefur nú verið metinn ríkasti maður heims af Forbes sautján af síðustu 22 árum. Hann er sem stendur metinn á 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates.Sjá einnig: Bill Gates skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Í næstu sætunum á eftir Gates koma þeir Amancio Ortega, stofnandi Zara, og fjárfestarnir Warren Buffett og Carlos Slim Helu. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er í sjötta sæti og þeir Larry Page og Sergey Brin, feður Google-leitarvélarinnar, í 12. og 13. Hin franska Liliane Bettencourt, í ellefta sæti, er hæst kvenna á listanum en faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal. Björgólfur Thor hækkar á listanum milli ára en hann sneri aftur á listann í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Þá vermdi hann 1415. sæti listans og hefur hann því hækkað um 294 sæti. Forbes metur auðæfi hans á 1,59 milljarða dala, um 206 milljarða íslenskra króna. Tengdar fréttir Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00 Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30 Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37 Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58 Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, trónir á toppi lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heimsins, sem birtur var í dag. Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á listanum, en hann er í 1121. sæti. Gates hefur nú verið metinn ríkasti maður heims af Forbes sautján af síðustu 22 árum. Hann er sem stendur metinn á 75 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir næstum því tíu þúsund milljarða íslenskra króna. Gates var framkvæmdastjóri Microsoft um árabil en starfar nú helst við góðgerðarmál ásamt konu sinni, Melinda Gates.Sjá einnig: Bill Gates skrapp í þyrlu á Hornstrandir og flutti inn allan mat Í næstu sætunum á eftir Gates koma þeir Amancio Ortega, stofnandi Zara, og fjárfestarnir Warren Buffett og Carlos Slim Helu. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er í sjötta sæti og þeir Larry Page og Sergey Brin, feður Google-leitarvélarinnar, í 12. og 13. Hin franska Liliane Bettencourt, í ellefta sæti, er hæst kvenna á listanum en faðir hennar stofnaði snyrtivörufyrirtækið L‘Oréal. Björgólfur Thor hækkar á listanum milli ára en hann sneri aftur á listann í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Þá vermdi hann 1415. sæti listans og hefur hann því hækkað um 294 sæti. Forbes metur auðæfi hans á 1,59 milljarða dala, um 206 milljarða íslenskra króna.
Tengdar fréttir Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00 Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30 Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37 Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58 Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Björgólfur Thor á allt að 210 milljarða í samsteypu Ef verður af umsamdri yfirtöku Pfizer á frumlyfjahluta Allergan má áætla að hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í lyfjasamsteypunni nemi 210 milljörðum króna. 26. nóvember 2015 07:00
Björgólfur Thor vottar Lemmy virðingu sína í L.A. Lemmy Kilmister, stofnandi hinnar goðsagnakenndu bresku rokksveitar Motorhead, lést undir lok síðasta árs, sjötugur að aldri. 11. janúar 2016 14:30
Íslandsvinir í efsta sæti lista yfir auðugustu pör heims Bandarísku hjónin Bill og Melinda Gates eru auðugusta par heims samkvæmt nýrri skýrslu Wealth-X. 27. júlí 2015 17:37
Björgólfur Thor að selja eitt stærsta fjarskiptafélag Póllands Novator á tæplega helmingshlut í P4 á móti 50,3 prósent eignarhluts Tollerton. 7. október 2015 16:58
Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Gates-hjónin gista í The Trophy Lodge í Úthlíð. 27. júlí 2015 14:30