Erlent

Þýski stjórnlagadómstóllinn íhugar hvort banna eigi hægriöfgaflokk

Atli Ísleifsson skrifar
Evrópuþingmaðurinn Udo Voigt er fyrrverandi leiðtogi NPD.
Evrópuþingmaðurinn Udo Voigt er fyrrverandi leiðtogi NPD. Vísir/AFP
Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur nú mál til meðferðar um hvort banna eigi hægriöfgaflokkinn NPD.

Efri deild þýska þingsins fór með málið fyrir stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe þar sem rök eru færð fyrir því að flokkurinn ýti undir rasisma og gyðingahatur og ógni lýðræðisskipan landsins.

Í frétt BBC kemur fram að þetta sé í annað sinn sem reynt er að banna flokkinn, en 2003 vísuðu dómarar málinu frá vegna gagna sem lögð voru fyrir dómstólinn og fulltrúar ríkisins höfðu komist yfir með því að ganga í flokkinn undir fölsku flaggi.

NPD er ekki með neina fulltrúa á þýska þinginu, en eiga menn á þinginu í Mecklenborg-Vorpommern í norðausturhluta landsins. Þá á flokkurinn fulltrúa á Evrópuþinginu, fyrrum formann flokksins Udo Voigt .

Fulltrúar flokksins hafa að undanförnu tekið þátt í aðgerðum Pegida þar sem „íslamsvæðingu“ er mótmælt. Skráðir flokksmenn telja um 5.200.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×