Heimir þjálfaði á Shellmótinu 2006 þegar Lars var á HM | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 19:45 Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, hefur náð langt á síðasta áratug. Fyrir nánast sléttum tíu árum stýrði hann ungum fótboltastrákum á Shellmótinu í Eyjum og sama ár tók hann við meistaraflokk ÍBV um mitt sumar í erfiðri stöðu en liðið féll. „Mér fannst frábært að þjálfa sjötta flokk karla hjá ÍBV. Það var einn af mínum skemmtilegustu tímum að þjálfa stráka og stelpur og svo meistaraflokk karla,“ segir Heimir í samtali við íþróttadeild 365. „Mér hefur aldrei liðið illa á þeim stað sem ég er. Svo tekur KSÍ við og tekur mig í liðveislu. Ég fer úr því að vera aðstoðarþjálfari í að vera meðþjálfari og taka svo við landsliðinu. Mér finnst eins og ég sé leiddur í gegnum þetta af einhverjum öðrum.“ Heimir kom Eyjamönnum aftur upp í Pepsi-deildina árið 2008 og var í titilbaráttu með ÍBV 2010-2012 áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Það er ekki ofsögum sagt að segja það samstarfi hafi verið frábært. Það er óhætt að segja að Heimir hafi náð ansi langt á síðasta áratug en þegar hann var að þjálfa á Shellmótinu 2006 var Lars Lagerbäck á sínu fjórða stórmóti af fimm með Svíana en Lars er nú mættur á sitt sjöunda stórmót. Reynsla hans hefur hjálpað Heimi mikið að þróast sem þjálfari. „Ég reyni að læra að öllum sem ég kem nálægt. Ég held að það sé þannig í lífinu að þú ert heppnari eftir því sem þú veist meira og lærir meira. Ég reyni bara að njóta staðar og stundar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Lars þráspurður um leikaraskap: „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist“ "Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ 13. júní 2016 14:08 Kolbeinn um fótboltaspjöldin: Kári væri með 100 í löngum boltum Í fyrsta sinn er hægt að safna fótboltamyndum af íslenska landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni EM 2016. 13. júní 2016 19:00 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, hefur náð langt á síðasta áratug. Fyrir nánast sléttum tíu árum stýrði hann ungum fótboltastrákum á Shellmótinu í Eyjum og sama ár tók hann við meistaraflokk ÍBV um mitt sumar í erfiðri stöðu en liðið féll. „Mér fannst frábært að þjálfa sjötta flokk karla hjá ÍBV. Það var einn af mínum skemmtilegustu tímum að þjálfa stráka og stelpur og svo meistaraflokk karla,“ segir Heimir í samtali við íþróttadeild 365. „Mér hefur aldrei liðið illa á þeim stað sem ég er. Svo tekur KSÍ við og tekur mig í liðveislu. Ég fer úr því að vera aðstoðarþjálfari í að vera meðþjálfari og taka svo við landsliðinu. Mér finnst eins og ég sé leiddur í gegnum þetta af einhverjum öðrum.“ Heimir kom Eyjamönnum aftur upp í Pepsi-deildina árið 2008 og var í titilbaráttu með ÍBV 2010-2012 áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Það er ekki ofsögum sagt að segja það samstarfi hafi verið frábært. Það er óhætt að segja að Heimir hafi náð ansi langt á síðasta áratug en þegar hann var að þjálfa á Shellmótinu 2006 var Lars Lagerbäck á sínu fjórða stórmóti af fimm með Svíana en Lars er nú mættur á sitt sjöunda stórmót. Reynsla hans hefur hjálpað Heimi mikið að þróast sem þjálfari. „Ég reyni að læra að öllum sem ég kem nálægt. Ég held að það sé þannig í lífinu að þú ert heppnari eftir því sem þú veist meira og lærir meira. Ég reyni bara að njóta staðar og stundar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Lars þráspurður um leikaraskap: „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist“ "Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ 13. júní 2016 14:08 Kolbeinn um fótboltaspjöldin: Kári væri með 100 í löngum boltum Í fyrsta sinn er hægt að safna fótboltamyndum af íslenska landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni EM 2016. 13. júní 2016 19:00 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Lars þráspurður um leikaraskap: „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist“ "Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ 13. júní 2016 14:08
Kolbeinn um fótboltaspjöldin: Kári væri með 100 í löngum boltum Í fyrsta sinn er hægt að safna fótboltamyndum af íslenska landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni EM 2016. 13. júní 2016 19:00
Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15