Tap gegn Portúgal verða ekki endalokin hjá okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 06:00 Lars, Alfreð og Birkir á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm „Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Handbolti Fleiri fréttir Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sjá meira
„Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Handbolti Fleiri fréttir Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sjá meira