Erlent

Rottuskítur í fölsuðum sígarettum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danir reykja mikið magn smyglaðra sígarettna.
Danir reykja mikið magn smyglaðra sígarettna. NORDICPHOTOS/AFP
Af þeim 6 milljörðum sígarettna sem Danir reyktu í fyrra voru 150 milljónir smyglvarningur, eða 2,5 prósent. Það er talsverð aukning frá árinu 2014 þegar ólöglegu sígaretturnar voru 1,8 prósent, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá.

Meira selst nú í Danmörku af sígarettum sem eru eftirlíkingar af þekktum merkjum. Haft er eftir upplýsingafulltrúa sígaréttuframleiðandans Phillip Morris að í eftirlíkingum hafi fundist asbest, rottuskítur og plastefni.

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×