Jón Daði þakklátur: „Þetta er bara vitleysa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 22:00 Jón Daði styttir sér stundir með þeim íslenska leikmanni sem náð hefur lengst í knattspyrnu, Eiði Smára Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira