Jón Daði þakklátur: „Þetta er bara vitleysa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 22:00 Jón Daði styttir sér stundir með þeim íslenska leikmanni sem náð hefur lengst í knattspyrnu, Eiði Smára Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira