Deildu-dómurinn: STEF segir allt frelsi vera takmörkunum háð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. október 2016 10:42 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014. Vísir STEF telur að umræða og ummæli um nýfallna dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna hafa verið einhliða. Héraðsdómur staðfesti á mánudag lögbann á þá starfsemi Hringiðunnar og Símafélagsins að veita aðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Samheitið rétthafar er hér notað yfir rétthafasamtök höfunda, listamanna, framleiðenda og annarra rétthafa yfir hljóð- og myndefni, sem hefur verið dreift með ólögmætum hætti á nefndum vefsíðum. Í téðum dómsmálum var STEF í forsvari fyrir alla rétthafa.Sjá einnig:Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest Í tilkynningu frá STEF sem send er fyrir hönd rétthafa segir að enginn vafi sé á að slíkt lögbann hafi áhrif og að rannsóknir og mælingar á netumferð hafi staðfest það. „Aðgerðirnar hafa jafnframt komið af stað umræðu og vakið fólk til umhugsunar. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningunni.Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að héraðsdómur hafi komist að mótsagnakenndri niðurstöðu í málinu og tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins. Rétthafar virðast líta öðrum augum á dóminn.Sjá einnig:Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ dómsins „Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningu STEF. Þá segir einnig að dómurinn staðfesti að hagsmunir rétthafa vegi þyngra en óljósir hagsmunir sem kenndir hafi verið við netfrelsi. „Hér er rétt að hafa í huga það augljósa að allt frelsi er háð takmörkunum, t.d. tjáningarfrelsi. Allt frelsi takmarkast almennt af ríkari hagsmunum annarra, að þeir skaðist ekki af frelsinu. Sem betur er t.d. „umferðarfrelsi“ miklum takmörkunum háð. Hvers vegna skyldi það ekki líka gilda um hið svokallaða netfrelsi? Barátta rétthafa beinist gegn ólögmætri starfsemi og vandséð hvaða hagsmunir eru faldir í því að viðhalda eða vernda þá starfsemi.“ Þá segir einnig að því beri að fagna að forsvarsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi lýst yfir stuðningi við rétthafa í baráttu þeirra gegn ólögmætri dreifingu höfundaréttarvarins efnis. Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir séu þó óraunhæfarSjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega„Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir sem lúta að því að sækja skaðabætur eða refsingar á hendur þeim sem standa beint að dreifingunni eru hins vegar óraunhæfar. Í það minnsta hafa tilraunir til þess lítinn sem engan árangur borið hingað til. Það hafa rétthafar ítrekað bent á og dómstólar hafa tekið undir þá staðreynd.“ „Að taka og dreifa höfundarvörðu efni án heimildar grefur undan sköpun, framleiðslu og sýningu á nýju efni og eru rétthafar reiðubúnir til að hlusta á allar tillögur sem geta dregið úr skaðanum og sem raska ekki netfrelsi umfram það sem nauðsynleg er.“ Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
STEF telur að umræða og ummæli um nýfallna dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna hafa verið einhliða. Héraðsdómur staðfesti á mánudag lögbann á þá starfsemi Hringiðunnar og Símafélagsins að veita aðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Samheitið rétthafar er hér notað yfir rétthafasamtök höfunda, listamanna, framleiðenda og annarra rétthafa yfir hljóð- og myndefni, sem hefur verið dreift með ólögmætum hætti á nefndum vefsíðum. Í téðum dómsmálum var STEF í forsvari fyrir alla rétthafa.Sjá einnig:Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest Í tilkynningu frá STEF sem send er fyrir hönd rétthafa segir að enginn vafi sé á að slíkt lögbann hafi áhrif og að rannsóknir og mælingar á netumferð hafi staðfest það. „Aðgerðirnar hafa jafnframt komið af stað umræðu og vakið fólk til umhugsunar. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningunni.Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að héraðsdómur hafi komist að mótsagnakenndri niðurstöðu í málinu og tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins. Rétthafar virðast líta öðrum augum á dóminn.Sjá einnig:Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ dómsins „Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningu STEF. Þá segir einnig að dómurinn staðfesti að hagsmunir rétthafa vegi þyngra en óljósir hagsmunir sem kenndir hafi verið við netfrelsi. „Hér er rétt að hafa í huga það augljósa að allt frelsi er háð takmörkunum, t.d. tjáningarfrelsi. Allt frelsi takmarkast almennt af ríkari hagsmunum annarra, að þeir skaðist ekki af frelsinu. Sem betur er t.d. „umferðarfrelsi“ miklum takmörkunum háð. Hvers vegna skyldi það ekki líka gilda um hið svokallaða netfrelsi? Barátta rétthafa beinist gegn ólögmætri starfsemi og vandséð hvaða hagsmunir eru faldir í því að viðhalda eða vernda þá starfsemi.“ Þá segir einnig að því beri að fagna að forsvarsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi lýst yfir stuðningi við rétthafa í baráttu þeirra gegn ólögmætri dreifingu höfundaréttarvarins efnis. Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir séu þó óraunhæfarSjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega„Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir sem lúta að því að sækja skaðabætur eða refsingar á hendur þeim sem standa beint að dreifingunni eru hins vegar óraunhæfar. Í það minnsta hafa tilraunir til þess lítinn sem engan árangur borið hingað til. Það hafa rétthafar ítrekað bent á og dómstólar hafa tekið undir þá staðreynd.“ „Að taka og dreifa höfundarvörðu efni án heimildar grefur undan sköpun, framleiðslu og sýningu á nýju efni og eru rétthafar reiðubúnir til að hlusta á allar tillögur sem geta dregið úr skaðanum og sem raska ekki netfrelsi umfram það sem nauðsynleg er.“
Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53
Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20