Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Sæunn Gísladóttir skrifar 20. október 2016 07:00 Davíð M. Sigurðsson segir mikla eftirspurn eftir íbúðunum á Naustabryggju. vísir/eyþór Lóðaverð hefur hækkað mikið á síðustu árum, og þá sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík þar sem meiri eftirspurn er eftir lóðum. Hannarr og Samtök iðnaðarins (SI) áætla kostnað við lóðaverð um 20 prósent af heildarbyggingarkostnaði. Lóðaverð myndar því þrýsting til hækkunar íbúðaverðs. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Frá 2003 til 2016 hefur lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað frá um 500 þúsundum í fimm til tíu milljónir króna á hverja íbúð, eða ríflega tífaldast. Á sama tíma hefur íbúðaverð á því svæði þrefaldast. „Ofan á hækkun lóðaverðs bætast svo fleiri gjöld sem hafa einnig hækkað,“ segir Davíð M. Sigurðsson, markaðsstjóri ÞG Verks. „Auðvitað hefur þessi lóðahækkun áhrif á íbúðaverð, rétt eins og hækkun á mjólk hækkar jógúrtverð.“ Í október hófst formlega sala á 163 íbúðum ÞG Verks á Naustabryggju, en íbúðirnar eru að sögn Davíðs á markaðsvænu verði og ætlaðar ungu fólki og fyrstu kaupendum. Davíð segir þann gríðarlega húsnæðisskort sem ríkir nú endurspeglast í eftirspurn á þeim íbúðum. „Það eru einungis tvær eftir og við höfum selt fyrir 5,5 milljarða í einu. Við náum ekki að halda aftur af fólki sem er að grátbiðja okkur um að fá að kaupa.“Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.vísir/eyþór„Það er rosalega lítið framboð af lóðum fyrir verktaka eins og okkur sem erum tilbúnir að fara í framleiðslu á íbúðum á verði sem vantar. Við höfum líka verið að byggja hægindaíbúðir, eins og til dæmis á Garðatorgi, en sá markaður er orðinn svolítið mettur,“ segir Davíð en hann telur einnig þörf á að breyta deiliskipulagi og byggingarreglugerðum til að geta boðið upp á íbúðir á viðráðanlega verði. Davíð gagnrýnir úthlutun lóða til aðila sem ekki byggja á þeim. „Okkur finnst athugavert að úthluta lóðum til aðila sem ekki á að byggja á, þetta verða bara þróunarverkefni og svo hækkar lóðaverðið um helming. Þá er ekki orðinn möguleiki fyrir aðila eins og okkur að kaupa og byggja þarna.“ Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, tekur undir orð Davíðs um að það sé klárt mál að lóðaverð hafi hækkað mikið. Það sé þó erfitt að mæla hækkunina. „Grunndrifkrafturinn á bak við lóðahækkunina er skortur á lóðum. Fókusinn á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að þétta byggð. Það eru ákveðnir kostir við það. Hins vegar samrýmist það illa hugmyndum um að reyna að ná niður byggingakostnaði og kostnaði við húsnæði,“ segir Bjarni. „Við sjáum lítið framboð á lóðum sveitarfélaganna sem gefa kost á ódýrara húsnæði. Kröfurnar sem eru settar bæði af hálfu sveitarfélaga en líka byggingarreglugerðar og annarra eru einnig þröngar, menn hafa að einhverju leyti verið hikandi við að fara af stað. Maður spyr sig hvort það sé heilbrigð staða á markaði að verðin séu að þrýstast upp á við bara vegna skorts, og að skorturinn sé að einhverju leyti bara af mannavöldum,“ segir Bjarni Már Gylfason.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Lóðaverð hefur hækkað mikið á síðustu árum, og þá sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík þar sem meiri eftirspurn er eftir lóðum. Hannarr og Samtök iðnaðarins (SI) áætla kostnað við lóðaverð um 20 prósent af heildarbyggingarkostnaði. Lóðaverð myndar því þrýsting til hækkunar íbúðaverðs. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Frá 2003 til 2016 hefur lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað frá um 500 þúsundum í fimm til tíu milljónir króna á hverja íbúð, eða ríflega tífaldast. Á sama tíma hefur íbúðaverð á því svæði þrefaldast. „Ofan á hækkun lóðaverðs bætast svo fleiri gjöld sem hafa einnig hækkað,“ segir Davíð M. Sigurðsson, markaðsstjóri ÞG Verks. „Auðvitað hefur þessi lóðahækkun áhrif á íbúðaverð, rétt eins og hækkun á mjólk hækkar jógúrtverð.“ Í október hófst formlega sala á 163 íbúðum ÞG Verks á Naustabryggju, en íbúðirnar eru að sögn Davíðs á markaðsvænu verði og ætlaðar ungu fólki og fyrstu kaupendum. Davíð segir þann gríðarlega húsnæðisskort sem ríkir nú endurspeglast í eftirspurn á þeim íbúðum. „Það eru einungis tvær eftir og við höfum selt fyrir 5,5 milljarða í einu. Við náum ekki að halda aftur af fólki sem er að grátbiðja okkur um að fá að kaupa.“Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.vísir/eyþór„Það er rosalega lítið framboð af lóðum fyrir verktaka eins og okkur sem erum tilbúnir að fara í framleiðslu á íbúðum á verði sem vantar. Við höfum líka verið að byggja hægindaíbúðir, eins og til dæmis á Garðatorgi, en sá markaður er orðinn svolítið mettur,“ segir Davíð en hann telur einnig þörf á að breyta deiliskipulagi og byggingarreglugerðum til að geta boðið upp á íbúðir á viðráðanlega verði. Davíð gagnrýnir úthlutun lóða til aðila sem ekki byggja á þeim. „Okkur finnst athugavert að úthluta lóðum til aðila sem ekki á að byggja á, þetta verða bara þróunarverkefni og svo hækkar lóðaverðið um helming. Þá er ekki orðinn möguleiki fyrir aðila eins og okkur að kaupa og byggja þarna.“ Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, tekur undir orð Davíðs um að það sé klárt mál að lóðaverð hafi hækkað mikið. Það sé þó erfitt að mæla hækkunina. „Grunndrifkrafturinn á bak við lóðahækkunina er skortur á lóðum. Fókusinn á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að þétta byggð. Það eru ákveðnir kostir við það. Hins vegar samrýmist það illa hugmyndum um að reyna að ná niður byggingakostnaði og kostnaði við húsnæði,“ segir Bjarni. „Við sjáum lítið framboð á lóðum sveitarfélaganna sem gefa kost á ódýrara húsnæði. Kröfurnar sem eru settar bæði af hálfu sveitarfélaga en líka byggingarreglugerðar og annarra eru einnig þröngar, menn hafa að einhverju leyti verið hikandi við að fara af stað. Maður spyr sig hvort það sé heilbrigð staða á markaði að verðin séu að þrýstast upp á við bara vegna skorts, og að skorturinn sé að einhverju leyti bara af mannavöldum,“ segir Bjarni Már Gylfason.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira