Lóðaverðið tífaldast á tíu árum Sæunn Gísladóttir skrifar 20. október 2016 07:00 Davíð M. Sigurðsson segir mikla eftirspurn eftir íbúðunum á Naustabryggju. vísir/eyþór Lóðaverð hefur hækkað mikið á síðustu árum, og þá sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík þar sem meiri eftirspurn er eftir lóðum. Hannarr og Samtök iðnaðarins (SI) áætla kostnað við lóðaverð um 20 prósent af heildarbyggingarkostnaði. Lóðaverð myndar því þrýsting til hækkunar íbúðaverðs. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Frá 2003 til 2016 hefur lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað frá um 500 þúsundum í fimm til tíu milljónir króna á hverja íbúð, eða ríflega tífaldast. Á sama tíma hefur íbúðaverð á því svæði þrefaldast. „Ofan á hækkun lóðaverðs bætast svo fleiri gjöld sem hafa einnig hækkað,“ segir Davíð M. Sigurðsson, markaðsstjóri ÞG Verks. „Auðvitað hefur þessi lóðahækkun áhrif á íbúðaverð, rétt eins og hækkun á mjólk hækkar jógúrtverð.“ Í október hófst formlega sala á 163 íbúðum ÞG Verks á Naustabryggju, en íbúðirnar eru að sögn Davíðs á markaðsvænu verði og ætlaðar ungu fólki og fyrstu kaupendum. Davíð segir þann gríðarlega húsnæðisskort sem ríkir nú endurspeglast í eftirspurn á þeim íbúðum. „Það eru einungis tvær eftir og við höfum selt fyrir 5,5 milljarða í einu. Við náum ekki að halda aftur af fólki sem er að grátbiðja okkur um að fá að kaupa.“Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.vísir/eyþór„Það er rosalega lítið framboð af lóðum fyrir verktaka eins og okkur sem erum tilbúnir að fara í framleiðslu á íbúðum á verði sem vantar. Við höfum líka verið að byggja hægindaíbúðir, eins og til dæmis á Garðatorgi, en sá markaður er orðinn svolítið mettur,“ segir Davíð en hann telur einnig þörf á að breyta deiliskipulagi og byggingarreglugerðum til að geta boðið upp á íbúðir á viðráðanlega verði. Davíð gagnrýnir úthlutun lóða til aðila sem ekki byggja á þeim. „Okkur finnst athugavert að úthluta lóðum til aðila sem ekki á að byggja á, þetta verða bara þróunarverkefni og svo hækkar lóðaverðið um helming. Þá er ekki orðinn möguleiki fyrir aðila eins og okkur að kaupa og byggja þarna.“ Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, tekur undir orð Davíðs um að það sé klárt mál að lóðaverð hafi hækkað mikið. Það sé þó erfitt að mæla hækkunina. „Grunndrifkrafturinn á bak við lóðahækkunina er skortur á lóðum. Fókusinn á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að þétta byggð. Það eru ákveðnir kostir við það. Hins vegar samrýmist það illa hugmyndum um að reyna að ná niður byggingakostnaði og kostnaði við húsnæði,“ segir Bjarni. „Við sjáum lítið framboð á lóðum sveitarfélaganna sem gefa kost á ódýrara húsnæði. Kröfurnar sem eru settar bæði af hálfu sveitarfélaga en líka byggingarreglugerðar og annarra eru einnig þröngar, menn hafa að einhverju leyti verið hikandi við að fara af stað. Maður spyr sig hvort það sé heilbrigð staða á markaði að verðin séu að þrýstast upp á við bara vegna skorts, og að skorturinn sé að einhverju leyti bara af mannavöldum,“ segir Bjarni Már Gylfason.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Sjá meira
Lóðaverð hefur hækkað mikið á síðustu árum, og þá sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík þar sem meiri eftirspurn er eftir lóðum. Hannarr og Samtök iðnaðarins (SI) áætla kostnað við lóðaverð um 20 prósent af heildarbyggingarkostnaði. Lóðaverð myndar því þrýsting til hækkunar íbúðaverðs. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn. Frá 2003 til 2016 hefur lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað frá um 500 þúsundum í fimm til tíu milljónir króna á hverja íbúð, eða ríflega tífaldast. Á sama tíma hefur íbúðaverð á því svæði þrefaldast. „Ofan á hækkun lóðaverðs bætast svo fleiri gjöld sem hafa einnig hækkað,“ segir Davíð M. Sigurðsson, markaðsstjóri ÞG Verks. „Auðvitað hefur þessi lóðahækkun áhrif á íbúðaverð, rétt eins og hækkun á mjólk hækkar jógúrtverð.“ Í október hófst formlega sala á 163 íbúðum ÞG Verks á Naustabryggju, en íbúðirnar eru að sögn Davíðs á markaðsvænu verði og ætlaðar ungu fólki og fyrstu kaupendum. Davíð segir þann gríðarlega húsnæðisskort sem ríkir nú endurspeglast í eftirspurn á þeim íbúðum. „Það eru einungis tvær eftir og við höfum selt fyrir 5,5 milljarða í einu. Við náum ekki að halda aftur af fólki sem er að grátbiðja okkur um að fá að kaupa.“Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.vísir/eyþór„Það er rosalega lítið framboð af lóðum fyrir verktaka eins og okkur sem erum tilbúnir að fara í framleiðslu á íbúðum á verði sem vantar. Við höfum líka verið að byggja hægindaíbúðir, eins og til dæmis á Garðatorgi, en sá markaður er orðinn svolítið mettur,“ segir Davíð en hann telur einnig þörf á að breyta deiliskipulagi og byggingarreglugerðum til að geta boðið upp á íbúðir á viðráðanlega verði. Davíð gagnrýnir úthlutun lóða til aðila sem ekki byggja á þeim. „Okkur finnst athugavert að úthluta lóðum til aðila sem ekki á að byggja á, þetta verða bara þróunarverkefni og svo hækkar lóðaverðið um helming. Þá er ekki orðinn möguleiki fyrir aðila eins og okkur að kaupa og byggja þarna.“ Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, tekur undir orð Davíðs um að það sé klárt mál að lóðaverð hafi hækkað mikið. Það sé þó erfitt að mæla hækkunina. „Grunndrifkrafturinn á bak við lóðahækkunina er skortur á lóðum. Fókusinn á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að þétta byggð. Það eru ákveðnir kostir við það. Hins vegar samrýmist það illa hugmyndum um að reyna að ná niður byggingakostnaði og kostnaði við húsnæði,“ segir Bjarni. „Við sjáum lítið framboð á lóðum sveitarfélaganna sem gefa kost á ódýrara húsnæði. Kröfurnar sem eru settar bæði af hálfu sveitarfélaga en líka byggingarreglugerðar og annarra eru einnig þröngar, menn hafa að einhverju leyti verið hikandi við að fara af stað. Maður spyr sig hvort það sé heilbrigð staða á markaði að verðin séu að þrýstast upp á við bara vegna skorts, og að skorturinn sé að einhverju leyti bara af mannavöldum,“ segir Bjarni Már Gylfason.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Sjá meira