Lífið

Stökk upp í bát til að bjarga sér frá háhyrningum

Samúel Karl Ólason skrifar
Selur bjargaði sér á dögunum frá háhyrningum með því að stökkva upp í bát ljósmyndara. Áhöfn bátsins var að virða fyrir sér háhyrningana við strendur Vancouver í Kanada þegar selurinn stökk upp úr sjónum.

Háhyrningarnir voru ekki langt frá því að fara á eftir selnum um borð í bátinn og þá sérstaklega einn sem sjá má á myndbandinu koma upp að bátnum aftan frá.

Í samtali við CBC segir Nick Templeman að selurinn hafi verið á löngum flótta frá háhyrningunum áður en hann stökk um borð. Þeir höfðu verið að leika sér að honum eins og kettir eiga til að gera við mýs.

Höfrungarnir virtust vakta bátinn um nokkuð skeið, eins og sjá má á myndbandinu neðst, áður en þeir gáfust upp.

Fólkið grínaðist með að ýta honum aftur í sjóinn en þau voru þó sammála um að hann ætti skilið að lifa eftir að hafa sloppið frá háhyrningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×