Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:36 Grétar ætlar sér að koma heim með bikarinn í ár. Mynd/Ómar Vilhelmsson Grétar Matthíasson keppir um helgina í Heimsmeistaramótinu í kokteilagerð í Madeira í Portúgal. Keppninni lýkur á sunnudag. Grétar hefur ákveðið að leggja kokteilahristarann á hilluna eftir keppninni og taka að sér þjálfun. „Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10. Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég er menntaður matreiðslu- og framreiðslumeistari og byrjaði að hugsa um kokteila í kring um 2016 þegar ég fór að huga að því að keppa á Íslandsmeistara mótinu fyrst,“ segir Grétar. Keppnin fer fram á Savoy Palace Hotel í borginni Funchal Þar safnast saman um helgina barþjónar frá 67 löndum frá fimm heimsálfum. „Ég tók þátt með kokteil í fyrsta skipti í sparkling keppni og núna er ég aftur að keppa í sparkling flokki. Eftir þessa keppni hef ég ákveðið að leggja hristarann á hilluna í Íslandsmeistaramótinu. Í framhaldi langar mig að þjálfa upp þann keppanda sem fer næstu árin til að ná eins langt og ég hef gert,“ segir Grétar. Íslenski hópurinn í MadeiraMynd/Ómar Vilhelmsson Keppendur munu sýna fram á hæfileika sína í klassískri kokteilagerð. Á þessu móti verða krýndir sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig, auk þess kemur í ljós hverjir verða heimsmeistarar bæði í klassískri kokteilagerð og flair barmennsku. The Volvo Íslenski hópurinn samanstendur af 14 manns. Grétar Matthíasson keppir með drykkinn sinn The Volvo í flokknum “freyðandi kokteill”. Drykkurinn samanstendur af Roku gini, Grand Marnier, ylliblómalíkjöri, mandarínusafa, yuzu agave sírópi og að sjálfsögðu freyðivíni. „Drykkurinn er ferskur en á sama tíma smá beiskur með keim af mandarínu og yuzu sem er mikið notað í drykki í dag. Í fyrra komst ég í 15 manns úrslit og ætla ég mér að komast þangað líka í ár og síðan vonandi upp í þriggja manna úrslit. Svo ætla ég að sjálfsögðu að vinna keppnina í ár og koma með bikarinn heim fyrir Ísland,“ segir Grétar að lokum. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér. Grétar hóf keppni í dag klukkan 10.
Áfengi og tóbak Portúgal Matur Drykkir Tengdar fréttir Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Þarf að framreiða fimm kokteila á sjö mínútum Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 30. nóvember 2023 14:20