Bent Nyegaard: Besti leikur danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 09:00 Guðmundur Guðmundsson fagnar einu af mörgum mörkum danska liðsins í gær. Vísir/EPA Danir tryggðu sér sigur í sínum riðli og fullt hús inn í milliriðilinn þegar þeir unnu sannfærandi átta marka sigur á Ungverjum í gærkvöldi á lokadegi riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi. Danska pressan er mjög ánægð með leikinn og ekki síst með framgöngu íslenska þjálfara liðsins, Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur fékk að heyra það eftir að danska liðið rétt marði Svartfellinga í leiknum á undan en það er öllu skemmtilegra fyrir okkar mann að lesa dönsku blöðin í dag. Bent Nyegaard, hinn virti handboltasérfræðingur TV2, hefur verið duglegur að gagnrýna íslenska landsliðsþjálfarann en Guðmundur fær ekkert nema hrós frá honum eftir leikinn í gær. Bent Nyegaard gefur Guðmundi fimm í einkunn eða fullt hús. Þrír aðrir leikmenn liðsins fá sömu toppeinkunn eða þeir Casper U. Mortensen, Mikkel Hansen og Mads Christiansen. „Besti leikur liðsins undir stjórn Guðmundssonar. Fullkomið skipulag danska liðsins sá til þess að Ungverjarnir voru áttu engin svör, hvort sem það kom að taktík eða hraðari fótum. Þjálfarinn keyrði upp hraðann í sóknarleik liðsins. Kannski ekki fullkominn leikur en strákarnir hans Guðmundssonar eru á leiðinni þangað," sagði Bent Nyegaard um Guðmund. Bent Nyegaard hafði gagnrýnt það hvernig Guðmundur meðhöndlaði stórstjörnu sína Mikkel Hansen en Hansen var frábær gegn Ungverjum með níu mörk og tíu stoðsendingar. Nyegaard valdi hann bestan í danska liðinu. Guðmundur fær ekki bara flotta einkunn hjá Bent Nyegaard heldur einnig hjá DR og hjá Ekstra Bladet. Danir mæta Spánverjum í fyrsta leik milliriðilsins á sunnudaginn. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Danir tryggðu sér sigur í sínum riðli og fullt hús inn í milliriðilinn þegar þeir unnu sannfærandi átta marka sigur á Ungverjum í gærkvöldi á lokadegi riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi. Danska pressan er mjög ánægð með leikinn og ekki síst með framgöngu íslenska þjálfara liðsins, Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur fékk að heyra það eftir að danska liðið rétt marði Svartfellinga í leiknum á undan en það er öllu skemmtilegra fyrir okkar mann að lesa dönsku blöðin í dag. Bent Nyegaard, hinn virti handboltasérfræðingur TV2, hefur verið duglegur að gagnrýna íslenska landsliðsþjálfarann en Guðmundur fær ekkert nema hrós frá honum eftir leikinn í gær. Bent Nyegaard gefur Guðmundi fimm í einkunn eða fullt hús. Þrír aðrir leikmenn liðsins fá sömu toppeinkunn eða þeir Casper U. Mortensen, Mikkel Hansen og Mads Christiansen. „Besti leikur liðsins undir stjórn Guðmundssonar. Fullkomið skipulag danska liðsins sá til þess að Ungverjarnir voru áttu engin svör, hvort sem það kom að taktík eða hraðari fótum. Þjálfarinn keyrði upp hraðann í sóknarleik liðsins. Kannski ekki fullkominn leikur en strákarnir hans Guðmundssonar eru á leiðinni þangað," sagði Bent Nyegaard um Guðmund. Bent Nyegaard hafði gagnrýnt það hvernig Guðmundur meðhöndlaði stórstjörnu sína Mikkel Hansen en Hansen var frábær gegn Ungverjum með níu mörk og tíu stoðsendingar. Nyegaard valdi hann bestan í danska liðinu. Guðmundur fær ekki bara flotta einkunn hjá Bent Nyegaard heldur einnig hjá DR og hjá Ekstra Bladet. Danir mæta Spánverjum í fyrsta leik milliriðilsins á sunnudaginn.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira