Umsátursástandi lokið í höfuðborg Búrkína Fasó Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 10:45 Franskt herlið aðstoðaði heimamenn í Búrkína Fasó. Vísir/AFP 126 gíslar hafa frelsaðir eftir að búrkínskar og franskar hersveitir réðust til atlögu gegn byssumönnum sem í gærkvöldi réðust inn á Splendid-hótelið, vinsælt hótel í Ouagadogou, höfuðborg Búrkína Fasó. Talið er að minnst 22 hafi látist í umsátursástandinu sem skapaðist, þar af þrír af byssumönnunum. Frönsk hersveit kom frá nágrannaríkinu Malí til þess að aðstoða heimamenn. Hersveitirnar réðust inn á hótelið í morgun og hófust miklir skotbardagar í kjölfarið. Í fyrstu tilraun tókst að frelsa um 60 gísla en hersveitirnar börðust gegn byssumönnunum á hverri hæð á hinu fimm hæða hóteli þangað til yfir lauk. Minnnst 33 eru særðir en ekki er vitað hversu margir voru í eða við hótelið þegar árásirnar voru gerðar. Splendid hótelið er vinsælt hótel, yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Talið er að sami hryðjuverkahópur og framdi þá árás hafi staðið að baki árásinni á Splendid-hótelið í gærkvöldi. Hópurinn er tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og gengur undir nafninu AQIM eða al-Qaida in the Islamic Maghreb. Búrkína Fasó Tengdar fréttir Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00 Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
126 gíslar hafa frelsaðir eftir að búrkínskar og franskar hersveitir réðust til atlögu gegn byssumönnum sem í gærkvöldi réðust inn á Splendid-hótelið, vinsælt hótel í Ouagadogou, höfuðborg Búrkína Fasó. Talið er að minnst 22 hafi látist í umsátursástandinu sem skapaðist, þar af þrír af byssumönnunum. Frönsk hersveit kom frá nágrannaríkinu Malí til þess að aðstoða heimamenn. Hersveitirnar réðust inn á hótelið í morgun og hófust miklir skotbardagar í kjölfarið. Í fyrstu tilraun tókst að frelsa um 60 gísla en hersveitirnar börðust gegn byssumönnunum á hverri hæð á hinu fimm hæða hóteli þangað til yfir lauk. Minnnst 33 eru særðir en ekki er vitað hversu margir voru í eða við hótelið þegar árásirnar voru gerðar. Splendid hótelið er vinsælt hótel, yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Talið er að sami hryðjuverkahópur og framdi þá árás hafi staðið að baki árásinni á Splendid-hótelið í gærkvöldi. Hópurinn er tengdur hryðjuverkasamtökunum al-Qaida og gengur undir nafninu AQIM eða al-Qaida in the Islamic Maghreb.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00 Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Tugir létust á hóteli í Malí Margir taldir hafa látið lífið í átökum þegar herinn réðst inn á hótel í Malí til að frelsa 170 gísla. 21. nóvember 2015 07:00
Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Enn hafa ekki borist fregnir um látna eða særða. 15. janúar 2016 21:05