Bjarni segir ómerkilegt að setja alla á sömu hillu í skattaskjólum Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 20:01 Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta. Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta.
Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira