Bjarni segir ómerkilegt að setja alla á sömu hillu í skattaskjólum Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 20:01 Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta. Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta.
Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira