Ejub: Hef ekki fengið sekt í allan vetur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2016 19:45 Vísir Íþróttadeild 365 spáir því að nýliðar Víkings frá Ólafsvík hafni í ellefta sæti Pepsi-deildar karla í sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Ejub Perusevic var af því tilefni gestur Akraborgarinnar á X-inu í dag og ræddi um undirbúningstímabilið sem er senn að baki og sumarið fram undan. Veturinn hefur að miklu leyti einkennst af því fyrir Ólafsvíkinga að hópur leikmanna hefur verið í Ólafsvík en annar hópur í Reykjavík. „Mér finnst að ég er þokkalega duglegur að ferðast á milli. Án þess að fá sekt allan veturinn,“ sagði Ejub í léttum dúr. Ólafsvíkingar voru afar sannfærandi í 1. deildinni síðastliðið sumar og koma reynslunni ríkari í Pepsi-deildinni árið 2013. „Við byrjuðum á að vinna fyrstu leikina 1-0 og gerðum nokkur 0-0 jafntefli. En við fórum að spila sífellt betri fótbolta eftir því sem fór að líða á sumarið og enduðum sem eitt besta lið sem hefur spilað í 1. deild,“ sagði hann. Sjá einnig: Þorsteinn Már: Ég mæti bara og spila fótbolta Ejub segir að liðið geti lært eitthvað af því að hafa spilað í Pepsi-deildina árið 2013. „Fyrir félag eins og Víking Ólafsvík er oft erfitt að breyta mörgu. Þetta er lítið félag á litlum stað. Það þarf mikið fjármagn til að reka félag í efstu tveimur deildunum og sérstaklega eru miklar kröfur gerðar til þess að æfingasvæðið sé gott.“ „Við reynum því að gera eins vel og við getum og ég held að það hafi tekist ágætlega.“ Víkingar hafa misst nokkuð af leikmönnum frá síðasta ári, sérstaklega í varnarlínunni. Þá segir Ejub að hann sakni þess að hafa Guðmund Reyni Gunnarsson í búningsklefanum. „Góðir karakterar smita frá sér og hann var einn af þeim. Það er kominn leikmaður í hans stað, tvítugur Svíi, og á eftir að koma í ljós hvort að hann verði jafn góður leikmaður og Mummi var.“ Ejub fer um víðan völl í viðtalinu og ræðir leikmannahóp Víkinga ítarlega sem og sumarið sem er framundan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Íþróttadeild 365 spáir því að nýliðar Víkings frá Ólafsvík hafni í ellefta sæti Pepsi-deildar karla í sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti Ejub Perusevic var af því tilefni gestur Akraborgarinnar á X-inu í dag og ræddi um undirbúningstímabilið sem er senn að baki og sumarið fram undan. Veturinn hefur að miklu leyti einkennst af því fyrir Ólafsvíkinga að hópur leikmanna hefur verið í Ólafsvík en annar hópur í Reykjavík. „Mér finnst að ég er þokkalega duglegur að ferðast á milli. Án þess að fá sekt allan veturinn,“ sagði Ejub í léttum dúr. Ólafsvíkingar voru afar sannfærandi í 1. deildinni síðastliðið sumar og koma reynslunni ríkari í Pepsi-deildinni árið 2013. „Við byrjuðum á að vinna fyrstu leikina 1-0 og gerðum nokkur 0-0 jafntefli. En við fórum að spila sífellt betri fótbolta eftir því sem fór að líða á sumarið og enduðum sem eitt besta lið sem hefur spilað í 1. deild,“ sagði hann. Sjá einnig: Þorsteinn Már: Ég mæti bara og spila fótbolta Ejub segir að liðið geti lært eitthvað af því að hafa spilað í Pepsi-deildina árið 2013. „Fyrir félag eins og Víking Ólafsvík er oft erfitt að breyta mörgu. Þetta er lítið félag á litlum stað. Það þarf mikið fjármagn til að reka félag í efstu tveimur deildunum og sérstaklega eru miklar kröfur gerðar til þess að æfingasvæðið sé gott.“ „Við reynum því að gera eins vel og við getum og ég held að það hafi tekist ágætlega.“ Víkingar hafa misst nokkuð af leikmönnum frá síðasta ári, sérstaklega í varnarlínunni. Þá segir Ejub að hann sakni þess að hafa Guðmund Reyni Gunnarsson í búningsklefanum. „Góðir karakterar smita frá sér og hann var einn af þeim. Það er kominn leikmaður í hans stað, tvítugur Svíi, og á eftir að koma í ljós hvort að hann verði jafn góður leikmaður og Mummi var.“ Ejub fer um víðan völl í viðtalinu og ræðir leikmannahóp Víkinga ítarlega sem og sumarið sem er framundan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira