Erlent

„Vorsókn“ hafin með öflugri sprengjuárás

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sprengjan var öflug og olli skemmdum á svæðinu.
Sprengjan var öflug og olli skemmdum á svæðinu. Vísir/EPA
Nokkrir eru látnir og tvö hundruð slasaðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl. Talíbanar hafa lýst því yfir að samtökin beri ábyrgð á ódæðinu.

Árásin varð í fjölmennu íbúahverfi í miðri höfuðborginni nálægt Varnarmálaráðuneyti landsins og byggingum hersins.

Ashraf Ghani, forseti landsins, fordæmir árásina harðlega. Skothvellir heyrðust enn á svæðinu í morgun.

Talsmaður Talíbana segir í samtali við AP fréttastofuna að þeir beri ábyrgð á árásinni en fyrir sléttri viku lýstu samtökin því yfir að „Vorsóknin“ væri hafin, og að von væri á umfangsmiklum árásum víða um landið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×