Fótboltastjórnmál Eva H. Baldursdóttir skrifar 6. júlí 2016 00:00 Meginstef júnímánaðar voru fótbolti og forseti. Fátt annað komst að á kaffistofunni eða í hugum þjóðarinnar. Í þetta sinn varð fótboltaliðið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Hver Íslendingur flykkti sér á bak við þetta frábæra lið, sem rauf múr þess raunverulega og sýndi fram á hvað áralöng vinna og hjarta getur komið lítilli þjóð langt. Nýkjörinn forseti sýndi enn fremur frábæra takta sem maður fólksins og virðist gæddur sömu hæfileikum og þjálfarateymi fótboltaliðsins, yfirvegun og engir stælar. Árangur íslenska landsliðsins er afrakstur mikils uppbyggingarstarfs og þrotlausrar vinnu. Ég hef á tilfinningunni að menn hafi haft skýra framtíðarsýn og stóra drauma sem markvisst var unnið að. Fjárfest hefur verið í góðri aðstöðu og þjálfun. Árangur tekur svo tíma, það þarf aga, yfirvegun og skipulag og það er hugsað til margra ára. Svo þarf hjartað og hugarfar að fylgja með. Í slíkri vinnu er ekkert svigrúm fyrir smákónga með stórt egó heldur þarf samheldni og liðsheild. Liðið blómstraði svo á hárréttum tíma. Líkt og með aðrar velgengnisögur er sýnilegur árangur aðeins toppurinn á ísjakanum. Leið landsliðsins ætti að nota sem fyrirmynd um hvernig vinna eigi hlutina á mörgum sviðum lífsins til að ná árangri, t.d. á sviði stjórnmála. Þó stjórnmálin séu flóknari vettvangur ætti að tileinka sér sömu vinnubrögð. Ísland hefur alla burði til að vera framúrskarandi á mörgum sviðum, enda höfum við bæði nauðsynlega innviði og mannauð. Í því er kostur hvað við erum fá sem auðveldar breytingar. Fyrst þarf hins vegar skýra framtíðarsýn og drauma, samheldni og þrotlausa vinnu. Við skulum tileinka okkur viðhorfið að árangur tekur tíma og það eru engar skyndilausnir. Farsælust í því er leið landsliðsins, sænska leiðin, að ræða sig að niðurstöðu þangað til allir eru sáttir. Leggja egóið til hliðar og hugsa um verkefnið. Ná fram málamiðlunum og róa svo taktfast í sömu átt, út fyrir hefðbundin síló flokkanna. Ég er þess fullviss að í íslenskri pólitík sé nefnilega of mikið um falskar andstæður þrátt fyrir að markmiðin séu í grófum dráttum þau sömu. Á flestum sviðum má finna góðar málamiðlanir. Ef við förum að spila sem lið ætti árangur Íslands ekki að láta á sér standa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Sjá meira
Meginstef júnímánaðar voru fótbolti og forseti. Fátt annað komst að á kaffistofunni eða í hugum þjóðarinnar. Í þetta sinn varð fótboltaliðið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Hver Íslendingur flykkti sér á bak við þetta frábæra lið, sem rauf múr þess raunverulega og sýndi fram á hvað áralöng vinna og hjarta getur komið lítilli þjóð langt. Nýkjörinn forseti sýndi enn fremur frábæra takta sem maður fólksins og virðist gæddur sömu hæfileikum og þjálfarateymi fótboltaliðsins, yfirvegun og engir stælar. Árangur íslenska landsliðsins er afrakstur mikils uppbyggingarstarfs og þrotlausrar vinnu. Ég hef á tilfinningunni að menn hafi haft skýra framtíðarsýn og stóra drauma sem markvisst var unnið að. Fjárfest hefur verið í góðri aðstöðu og þjálfun. Árangur tekur svo tíma, það þarf aga, yfirvegun og skipulag og það er hugsað til margra ára. Svo þarf hjartað og hugarfar að fylgja með. Í slíkri vinnu er ekkert svigrúm fyrir smákónga með stórt egó heldur þarf samheldni og liðsheild. Liðið blómstraði svo á hárréttum tíma. Líkt og með aðrar velgengnisögur er sýnilegur árangur aðeins toppurinn á ísjakanum. Leið landsliðsins ætti að nota sem fyrirmynd um hvernig vinna eigi hlutina á mörgum sviðum lífsins til að ná árangri, t.d. á sviði stjórnmála. Þó stjórnmálin séu flóknari vettvangur ætti að tileinka sér sömu vinnubrögð. Ísland hefur alla burði til að vera framúrskarandi á mörgum sviðum, enda höfum við bæði nauðsynlega innviði og mannauð. Í því er kostur hvað við erum fá sem auðveldar breytingar. Fyrst þarf hins vegar skýra framtíðarsýn og drauma, samheldni og þrotlausa vinnu. Við skulum tileinka okkur viðhorfið að árangur tekur tíma og það eru engar skyndilausnir. Farsælust í því er leið landsliðsins, sænska leiðin, að ræða sig að niðurstöðu þangað til allir eru sáttir. Leggja egóið til hliðar og hugsa um verkefnið. Ná fram málamiðlunum og róa svo taktfast í sömu átt, út fyrir hefðbundin síló flokkanna. Ég er þess fullviss að í íslenskri pólitík sé nefnilega of mikið um falskar andstæður þrátt fyrir að markmiðin séu í grófum dráttum þau sömu. Á flestum sviðum má finna góðar málamiðlanir. Ef við förum að spila sem lið ætti árangur Íslands ekki að láta á sér standa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun