EM fyrir sprotana! Hrönn Margrét Magnúsdóttir skrifar 6. júlí 2016 09:00 Ótrúleg velgengni íslenska landsliðsins á EM 2016, heimsathyglin og meðbyrinn frá öðrum þjóðum (nema kannski þeim sem við höfum unnið) er eitthvað sem verður seint gleymt. Nú erum við ekki bara landið með eldgosin, bankahrunið og Panama-hneykslið, heldur landið með fegurðardrottningar, sterkustu mennina, hraustustu konurnar og íslenska landsliðið í fótbolta sem hefur tekist hið ómögulega. Sem stofnandi sprotafyrirtækis sem þróar og markaðssetur íslenskar húðvörur og fæðubótarefni sem vinna saman innan frá og utan að bættu útliti og heilsu undir vörumerkinu Feel Iceland hlýtur maður að spyrja sig hvernig hægt sé að nýta þetta einstaka tækifæri í markaðssetningu á erlendri grundu. Það fylgja því án efa kostir og gallar að vera með vörumerki sem inniheldur orðið Ísland eins og Feel Iceland og velti undirrituð því óneitanlega fyrir sér hvort það hefðu verið mistök þegar Panama-skjölin litu dagsins ljós. En í dag er nafnið svo sannarlega engin mistök og gæti í rauninni ekki verið betra, að minnsta kosti þar til eitthvað annað skekur þjóðina. Það er mikilvægt fyrir litlar þjóðir eins og okkar að við stöndum saman og síðustu vikur höfum við Íslendingar sýnt heiminum að við stöndum þétt við bakið á okkar fólki og erum fljót upp á fæturna ef illa gengur. Fyrir sprotafyrirtæki með takmarkað fjármagn skiptir miklu máli að fá eins mikla umfjöllun og hægt er og það helst ókeypis. Þessi velgengni landsliðsins er því mikil blessun fyrir íslensk sprotafyrirtæki sem ætla út fyrir landsteinana og ber að nýta þennan meðbyr út í ystu æsar til þess að vekja athygli erlendis. Eftir að hafa lagst undir feld koma hér nokkrar hugmyndir að því hvernig við sprotar getum nýtt okkur þetta tækifæri: Frábær ísbrjótur á fundum erlendisFletta upp í Íslendingabók og finna þann landsliðsmann sem er skyldastur okkur og státa okkur af frænda okkar í landsliðinu Við erum búin að sanna að Íslendingar geta látið hið ómögulega gerastÞó við séum lítil þjóð erum við ekki lítil í okkurVið erum þekkt fyrir þrautseigju og gefumst ekki uppSprotar eiga að standa saman og styðja hvorn annan Takk Lars, takk Heimir og takk strákarnir okkar fyrir að gefa okkur sprotum vind í seglin á erlend mið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ótrúleg velgengni íslenska landsliðsins á EM 2016, heimsathyglin og meðbyrinn frá öðrum þjóðum (nema kannski þeim sem við höfum unnið) er eitthvað sem verður seint gleymt. Nú erum við ekki bara landið með eldgosin, bankahrunið og Panama-hneykslið, heldur landið með fegurðardrottningar, sterkustu mennina, hraustustu konurnar og íslenska landsliðið í fótbolta sem hefur tekist hið ómögulega. Sem stofnandi sprotafyrirtækis sem þróar og markaðssetur íslenskar húðvörur og fæðubótarefni sem vinna saman innan frá og utan að bættu útliti og heilsu undir vörumerkinu Feel Iceland hlýtur maður að spyrja sig hvernig hægt sé að nýta þetta einstaka tækifæri í markaðssetningu á erlendri grundu. Það fylgja því án efa kostir og gallar að vera með vörumerki sem inniheldur orðið Ísland eins og Feel Iceland og velti undirrituð því óneitanlega fyrir sér hvort það hefðu verið mistök þegar Panama-skjölin litu dagsins ljós. En í dag er nafnið svo sannarlega engin mistök og gæti í rauninni ekki verið betra, að minnsta kosti þar til eitthvað annað skekur þjóðina. Það er mikilvægt fyrir litlar þjóðir eins og okkar að við stöndum saman og síðustu vikur höfum við Íslendingar sýnt heiminum að við stöndum þétt við bakið á okkar fólki og erum fljót upp á fæturna ef illa gengur. Fyrir sprotafyrirtæki með takmarkað fjármagn skiptir miklu máli að fá eins mikla umfjöllun og hægt er og það helst ókeypis. Þessi velgengni landsliðsins er því mikil blessun fyrir íslensk sprotafyrirtæki sem ætla út fyrir landsteinana og ber að nýta þennan meðbyr út í ystu æsar til þess að vekja athygli erlendis. Eftir að hafa lagst undir feld koma hér nokkrar hugmyndir að því hvernig við sprotar getum nýtt okkur þetta tækifæri: Frábær ísbrjótur á fundum erlendisFletta upp í Íslendingabók og finna þann landsliðsmann sem er skyldastur okkur og státa okkur af frænda okkar í landsliðinu Við erum búin að sanna að Íslendingar geta látið hið ómögulega gerastÞó við séum lítil þjóð erum við ekki lítil í okkurVið erum þekkt fyrir þrautseigju og gefumst ekki uppSprotar eiga að standa saman og styðja hvorn annan Takk Lars, takk Heimir og takk strákarnir okkar fyrir að gefa okkur sprotum vind í seglin á erlend mið.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun