Innlent

Gæsluvarðhald yfir piltinum framlengt á grundvelli almannahagsmuna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gæsluvarðhald yfir piltinum átti að renna út í dag. Það hefur verið framlengt.
Gæsluvarðhald yfir piltinum átti að renna út í dag. Það hefur verið framlengt. Vísir/Heiða
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að nítján ára piltur, sem grunaður er um tvær nauðganir, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Gæsluvarðhaldið rennur út 19. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embættinu. 

„Lögreglan hafði farið fram á gæsluvarðhald til 2. september en dómarinn féllst ekki á það,“ segir Unnar Steinn Bjarndal, verjandi piltins, í samtali við Vísi. Úrskurðinn hefur verið kærður til Hæstaréttar.

Drengurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur fimmtán ára stelpum með um viku millibili. Fyrri nauðgunin á að hafa átt sér stað í Reykjanesbæ en sú síðari í Reykjavík. Í umfjöllun Fréttatímans um málið segir að í síðara skiptið leiki grunur á að drengurinn hafi læst sig og stúlkuna inni á baðherbergi og framið verknaðinn þar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×