Fótbolti

Man. City fer til Búkarest

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep Guardiola, stjóri Man. City.
Pep Guardiola, stjóri Man. City. vísir/getty
Í dag var dregið í umspil um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin sem tapa í umspilinu fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Man. City mætir Steaua frá Búkarest en FH-banarnir í Dundalk spila við pólska liðið Legia Varsjá.

Áhugaverðasta rimman er á milli Porto og Roma. Annað þeirra liða fer í Evrópudeildina.

Drátturinn:

Ludogorets Razgrad v FC Viktoria Plzen

Celtic v Hapoel Beer-Sheva

FC Copenhagen v Apoel Nicosia

Dundalk v Legia Warsaw

Dinamo Zagreb v FC Salzburg

Steaua Bucharest v Manchester City

FC Porto v Roma

Ajax v Rostov

Young Boys v Borussia Monchengladbach

Villarreal v Monaco

Einnig var dregið í 4. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar en sex Íslendingalið voru í pottinum.

KR-banarnir í Grasshopper, sem Rúnar Már Sigurjónsson leikur með, spila við Robin van Persie og félaga í Fenerbahce.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Rapid Vín spila við slóvakíska liðið Trencin.

Krasnodar, lið Ragnars Sigurðssonar, mætir albanska liðinu Partizani. Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Bröndby spila við Panathinaikos en Gautaborg með Hjálmar Jónsson í broddi fylkingar fer til Aserbaijan.

Rosenborg, sem er með þrjá Íslendinga, mætir austurríska liðinu Austria Vín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×