Menning

Óvinir á svið í Iðnó og í Stykkishólmi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Við Ragnar Helgi fáum sjö mínútur fyrir okkar flutning,“ segir Kristín Svava.
„Við Ragnar Helgi fáum sjö mínútur fyrir okkar flutning,“ segir Kristín Svava. Vísir/Stefán
Ljóðahátíðin Óvinir hefst í Iðnó á föstudagskvöldið, 22. janúar. Hún er samstarfsverkefni ljóðskálda sem vinna saman í pörum við gerð nýrra verka til upplestrar.

Eitt skáldanna er Kristín Svava Tómasdóttir, hún kemur fram með Ragnari Helga Ólafssyni. „Það eina sem ég veit fyrir víst er að við Ragnar Helgi fáum sjö mínútur fyrir okkar flutning,“ segir hún og telur víst að um fjölbreytta dagskrá verði að ræða þetta kvöld og stundin verði skemmtileg.

Annar hluti hátíðarinnar Óvina verður í Vatnasafninu í Stykkishólmi laugardaginn 23. janúar og lokaviðburðurinn í Rich Mix í London laugardaginn 30. janúar.

Hátíðin í Iðnó hefst klukkan 20 og aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.