Ríkið sparar og þjónusta við neytendur batnar skjóðan skrifar 20. janúar 2016 09:00 Skjóðan er ósammála Kára Stefánssyni um áfengi í matvöruverslanir. Vísir/GVA Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Skjóðan er alloft sammála Kára Stefánssyni, ekki síst þegar kemur að spítalamálum. Vitanlega á að reisa nýjan spítala og það strax. Ekki skiptir öllu máli hvar spítalinn er, svo lauslega sé vitnað í Kára sjálfan. Skjóðan fær sig hins vegar ekki til að taka undir með Kára þegar hann leggst gegn því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum og öðrum verslunum, sem ekki eru reknar af íslenska ríkinu. Skjóðunni finnst gæta tvískinnungs hjá Kára og öðrum þeim, sem berjast gegn því að einkaaðilum verði leyft að selja áfengi í verslunum. Einkaaðilar selja í dag áfengi á hundruðum veitingastaða og kráa án þess að amast sé við því. Það eru því haldlítil rök að sala áfengis í matvöruverslunum stefni þeim sem veikir eru fyrir áfengi í hættu. Það er hundalógík að telja í lagi að einkaaðilar selji áfenga drykki á börum en sé ekki treystandi til þess að afgreiða þá í lokuðum umbúðum í verslunum. Svo er það segin saga að fyllibyttur finna alltaf leiðir til að verða sér úti um áfengi. Þeir sem sjaldan umgangast áfengi eru líklegri en bytturnar til að passa ekki upp á að eiga rauðvínsflösku með sunnudagssteikinni eða púrtvín til að bjóða góðri frænku, sem óvænt ber að garði. Þannig er líklegt að skert aðgengi að áfengi bitni fremur á þeim hófsömu en hinum sem þykir sopinn full góður. Engin rök hafa verið færð fyrir því að verði sala áfengis leyfð í verslunum á vegum einkaaðila muni það fyrst og fremst gagnast einu eða tveimur fyrirtækjum, sem sópa muni hagnaði til sín. Hví skyldu ekki spretta upp hér sérhæfðar vínverslanir eins og algengt er erlendis, t.d. í smábæjum í Bretlandi? Sala áfengis getur orðið lyftistöng fyrir kaupmanninn á horninu, sem er í útrýmingarhættu. Ríkið sparar sér milljarða á því að þurfa ekki að reka verslanir, sem eingöngu selja áfengi, og heldur um leið þeim tekjum sem innheimtar eru með áfengisgjaldi. Einhverjar verslanir geta ákveðið að selja ekki áfengi, rétt eins og Bónus selur ekki tóbak í dag. Kári og aðrir þeir, sem ekki vilja hafa rauðvínið á sama stað og steikina, geta þá beint viðskiptum sínum til vínlausra verslana. Fyllibyttunum fjölgar ekkert við að áfengi sé selt í matvöruverslunum, ekki frekar en þeim hefur fjölgað með fjölgun vínveitingastaða. Skjóðan sér engin rök, sem hníga að því að ríkið stundi verslun með áfengi í einokunarverslunum, nú eða selji snyrtivörur í Keflavík eða reki fjölmiðla í Reykjavík.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Tengdar fréttir Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23
Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00