Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Miðstjórn ASÍ segir ríkisfjármálaáætlun stjórnvalda auka ójöfnuð í samfélaginu. Rætt verður við Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambandsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir áætlun stjórnvalda ekki styðja markmið SALEK-samkomulagsins og sé ekki til þess fallin að stuðla að sátt á vinnumarkaði.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um stöðu ungs fólks á Íslandi en málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Þar sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sé til skoðunar að framlengja séreignarsparnaðarúrræðið þannig að ungt fólk geti safnað sér fyrir útborgun í húsnæði.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um söluna á Ásmundarsal en formaður Félags fasteignasala segir hana mjög óvenjulega enda barst hærra tilboð aldrei til seljenda. Þá verður rætt við fastagesti á kaffihúsinu Tíu dropar sem lokar brátt. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×