Ragnheiður Elín varla samkvæm sjálfri sér Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2016 11:56 Össur telur einsýnt að Ragnheiður Elín hljóti að velta fyrir sér afsögn. Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04