Isavia „ekki stolt“ af upplifun farþega í fyrra Bjarki Ármannsson skrifar 18. maí 2016 11:39 Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af síðasta sumri, segir framkvæmdastjóri FLE. Vísir/Vilhelm/Pjetur Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af sumrinu í fyrra, þegar miklar tafir urðu á flugvellinum og álag á starfsfólk varð mjög mikið. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi fyrirtækisins í morgun. „Við erum ekki stolt af þeirri upplifun sem farþegar lentu í síðastliðið sumar og höfum lært heilmargt af því,“ sagði Hlynur á fundinum. Fundurinn var meðal annars haldinn til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á flugvellinum í ár, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Fjöldi farþega sem komu til landsins í gegnum flugvöllinn í fyrra var mun meiri en búist var við og sagði Hlynur það stafa af því að sætanýting stærstu flugfélaga sem fljúga til landsins var töluvert betri en gert var ráð fyrir í farþegaspám.Miklar tafir urðu á flugvellinum síðastliðið sumar og álag á starfsfólk varð mjög mikið.Vísir/GVA„Það þýddi það að við upplifðum kannski tvö til þrjú hundruð manns á klukkutíma og við vorum kannski ekki nægilega vel búin undir það,“ sagði Hlynur. „Þetta var gífurlegt álagt á starfsfólk og alla innviði flugstöðvarinnar.“ Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Eftir framkvæmdirnar í ár verður Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar. Stærsta ferðamannasumarið frá upphafi er nú við það að ganga í garð og er búist við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. Hlynur fór á fundinum yfir nokkur dæmi um fjárfestingar á vellinum hvað varðar þjálfun, búnað og stækkun en til að mynda verður sjálf flugstöðin um tíu þúsund fermetrum stærri í sumar en sumarið í fyrra. Tengdar fréttir Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13 Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða króna endurspegla þann lærdóm sem Isavia hefur dregið af sumrinu í fyrra, þegar miklar tafir urðu á flugvellinum og álag á starfsfólk varð mjög mikið. Þetta kom fram í máli Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, á morgunverðarfundi fyrirtækisins í morgun. „Við erum ekki stolt af þeirri upplifun sem farþegar lentu í síðastliðið sumar og höfum lært heilmargt af því,“ sagði Hlynur á fundinum. Fundurinn var meðal annars haldinn til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á flugvellinum í ár, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Fjöldi farþega sem komu til landsins í gegnum flugvöllinn í fyrra var mun meiri en búist var við og sagði Hlynur það stafa af því að sætanýting stærstu flugfélaga sem fljúga til landsins var töluvert betri en gert var ráð fyrir í farþegaspám.Miklar tafir urðu á flugvellinum síðastliðið sumar og álag á starfsfólk varð mjög mikið.Vísir/GVA„Það þýddi það að við upplifðum kannski tvö til þrjú hundruð manns á klukkutíma og við vorum kannski ekki nægilega vel búin undir það,“ sagði Hlynur. „Þetta var gífurlegt álagt á starfsfólk og alla innviði flugstöðvarinnar.“ Stjórn Isavia hefur samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Eftir framkvæmdirnar í ár verður Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar. Stærsta ferðamannasumarið frá upphafi er nú við það að ganga í garð og er búist við því að um 2,5 milljónir ferðamanna fari í gegnum flugvöllinn í sumar. Hlynur fór á fundinum yfir nokkur dæmi um fjárfestingar á vellinum hvað varðar þjálfun, búnað og stækkun en til að mynda verður sjálf flugstöðin um tíu þúsund fermetrum stærri í sumar en sumarið í fyrra.
Tengdar fréttir Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13 Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Langar biðraðir mynduðust í gærmorgun. Farþegar hvattir til að mæta snemma á álagstímum. 6. júlí 2015 22:13
Langar raðir og yfirfullar ruslatunnur í Leifsstöð Ófögur sjón blasti við mörgum ferðalöngum sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. 30. ágúst 2015 23:24