Erlent

Hundraða saknað eftir aurskriðu

Björgunarsveitir á Sri Lanka leita nú fólks úr samtals tvö hundruð fjölskyldum sem saknað er eftir að risastór aurskriða féll á þrjú þorp í afskekktum hluta landsins. Rauði krossinn í Sri Lanka segir að óttast sé að 220 fjölskyldur hafi búið í þorpunum en yfirvöld hafa verið treg til að staðfesta það.

Skriðan féll í fyrrinótt. Þorpin eru í um 140 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Colombo og erfitt hefur verið fyrir björgunarsveitir að komast á staðinn. Gríðarlegar rigningar höfðu verið daginn áður en skriðan féll og höfðu tvö þorp á svipuðum slóðum verið rýmd vegna ótta við aurskriður.

Á dögunum 15. og 16. maí mældist rigning á svæðinu rúmir hundrað millimetrar. Búið er að finna 15 lík en allt í allt hafa minnst 27 dáið í landinu vegna flóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×