Okkar mestu gersemar Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. desember 2016 13:00 "Það sem mér finnst heillandi við menningararfinn og þjóðminjar er einmitt þetta heimildargildi um mannlífið og fjölbreytileika þess,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Visir/GVA Margrét Hallgrímsdóttir tók við embætti þjóðminjavarðar um aldamótin 2000 þegar hugað var að framtíðarhlutverki Þjóðminjasafnsins. Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands á nýrri öld, s.s. varðveisla, rannsóknir og miðlun safnkostsins, hefur verið henni hugleikið og nú hefur verið gefin út vegleg og ríkulega myndskreytt bók þar sem hún greinir frá sögu safnsins, viðfangsefnum þess og sýn. Í henni fjallar hún um hinn fjölbreytta menningararf, þjóðminjarnar, sem safnið geymir.„Tilefnið fyrir útgáfu bókarinnar er 150 ára afmæli safnsins 2013,“ segir Margrét en segist líka hafa fengið áskoranir um að það væri mikilvægt að miðla þeirri sýn sem safnið starfaði eftir í dag. „Við leggjum áherslu á að ná til sem flestra, helst allra í samfélaginu, og hafa mótandi áhrif í samfélaginu. Fyrir utan það höfum við einnig lagalega skyldu til að miðla menningararfinum. Við viljum gera fólki kleift að nálgast menningararf okkar með sem bestum hætti. Kynna heildina og þá hugsun sem býr að baki starfsemi Þjóðminjasafnsins sem starfar á grundvelli laga og alþjóðlegra siðareglna. Þessarar fornu en síungu stofnunar sem má segja að margar helstu menningarstofnanir hér á landi eigi svolítið rætur sínar í,“ segir Margrét frá.Innan safnsins er að finna hundruð þúsunda muna. Forngripi sem hafa fundist í jörðu, tækniminjar, fjölmarga kirkjugripi og listmuni, já, gersemar og þarfaþing hvers konar sem endurspegla líf fólks í gegnum aldirnar. Margréti finnst fjölbreytileikinn skemmtilegt einkenni safnkostsins. „Mér finnst samhengi fjölbreytileika minjanna heillandi. Við erum að varðveita hús og húsaþyrpingar, torfhús sem eru einstök í alþjóðlegu samhengi. Við eigum líka hluti sem tengjast lífi fólks og myndir sem auðga enn frekar þessar heimildir. Þjóðminjasafnið snýst alltaf um líf fólks, líf fólks í fortíðinni, líf fólks í samtímanum og það sem við ætlum að gefa til komandi kynslóða. Það sem mér finnst heillandi við menningararfinn og þjóðminjar er einmitt þetta heimildargildi um mannlífið og fjölbreytileika þess,“ segir Margrét og leggur áherslu á að þá eigi hún við allar hliðar mannslífsins. „Konur og karla, börn og fullorðna, fólk af öllum stéttum og stigum, bæði alþýðuna og þá sem voru í forsvari. Hreinar heimildir um mannlíf fólks eru dýrmætar,“ segir hún. Margrét segir mikilvægt að Íslendingar geri sér betur grein fyrir því hversu ríkir þeir eru af menningararfi sínum. „Mér finnst stundum að við þyrftum að gera okkur betur grein fyrir því hvað við eigum í menningararfinum og hvernig hann endurspeglar sögu okkar og líf. Líka hvernig samfélag okkar hefur þróast í samspili við aðrar þjóðir. Stundum finnst mér örla á því, til dæmis í samhengi við ferðaþjónustuna, að við sýnum okkar eigin sögu og menningararfi ekki nægilegan áhuga og virðingu,“ segir Margrét. „Við erum að taka á móti gestum og ferðamönnum og höfum heilmikið fram að færa, sterkar minningar þess að sjá það sem er einstakt eða sérstakt. Við eigum því að hlúa að gæðum og sanngildi, að bjóða gestum að sjá það sem er raunverulegt, okkar eigin sögu og mannlíf og náttúru. Það á einnig við okkur sem hér búum, við erum líka ferðamenn í okkar landi og annars staðar. Og við eigum að rækta mannlífið í samtímanum til þess að við séum áhugaverðari að heimsækja en ekki að vera að setja á svið, við freistumst stundum til þess. Okkar raunverulega menning og náttúra er það sem veitir erlendum gestum hughrif og hugmyndir. Við þurfum ekkert að afsaka okkur,“ bætir hún við.„Að þekkja menningararfinn er líka mikilvægt fyrir okkur sjálf, sem manneskjur og samfélag. Þannig auðgum við mannlífið og samfélagið almennt á hverjum tíma. Að þekkja sinn eigin menningararf gerir okkur víðsýnni og eykur skilning. Það er forsenda þess að við getum sett okkur í spor annarra og að við áttum okkur á því hvar við stöndum í alþjóðlegu samhengi. Það er í þágu allra. Þess vegna stöndum við í safninu fyrir víðsýni og viljum hafa áhrif í samfélagi samtímans ekki síður en varðveita og rannsaka heimildir um liðinn tíma. Það er hlutverk safna á nýrri öld. Þjóðminjarnar eru auður í samtímanum, söfnin fjalla ekki bara um fólk liðins tíma heldur starfa ekki síður fyrir fólk okkar tíma, og tilheyra alþjóðasamfélaginu. Við erum eitt púsl í stóru púsluspili. Við þurfum að bera ábyrgð á því, ekki bara gagnvart okkur heldur líka umheiminum,“ bendir Margrét á.Á safninu er fjöldi muna frá samtímanum, til að mynda er þar að finna sundurbarða sælgætisdós sem barið var á í búsáhaldabyltingunni. „Nýjustu gripirnir eru jarðfundnir. Svo sem sverðið sem vakti athygli í vetur. Þá get ég nefnt sem dæmi að við varðveittum Machintosh-dollurnar úr búsáhaldabyltingunni, með djúpum förum í, og margt fleira tengt hruninu. Við reynum alltaf að hafa puttana á púlsinum. Nýlega bættist til dæmis við sumarhús Einars Jónssonar myndhöggvara sem nú tilheyrir húsasafni Þjóðminjasafns. Það er alltaf eitthvað spennandi að bætast í safnið,“ segir Margrét. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Margrét Hallgrímsdóttir tók við embætti þjóðminjavarðar um aldamótin 2000 þegar hugað var að framtíðarhlutverki Þjóðminjasafnsins. Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands á nýrri öld, s.s. varðveisla, rannsóknir og miðlun safnkostsins, hefur verið henni hugleikið og nú hefur verið gefin út vegleg og ríkulega myndskreytt bók þar sem hún greinir frá sögu safnsins, viðfangsefnum þess og sýn. Í henni fjallar hún um hinn fjölbreytta menningararf, þjóðminjarnar, sem safnið geymir.„Tilefnið fyrir útgáfu bókarinnar er 150 ára afmæli safnsins 2013,“ segir Margrét en segist líka hafa fengið áskoranir um að það væri mikilvægt að miðla þeirri sýn sem safnið starfaði eftir í dag. „Við leggjum áherslu á að ná til sem flestra, helst allra í samfélaginu, og hafa mótandi áhrif í samfélaginu. Fyrir utan það höfum við einnig lagalega skyldu til að miðla menningararfinum. Við viljum gera fólki kleift að nálgast menningararf okkar með sem bestum hætti. Kynna heildina og þá hugsun sem býr að baki starfsemi Þjóðminjasafnsins sem starfar á grundvelli laga og alþjóðlegra siðareglna. Þessarar fornu en síungu stofnunar sem má segja að margar helstu menningarstofnanir hér á landi eigi svolítið rætur sínar í,“ segir Margrét frá.Innan safnsins er að finna hundruð þúsunda muna. Forngripi sem hafa fundist í jörðu, tækniminjar, fjölmarga kirkjugripi og listmuni, já, gersemar og þarfaþing hvers konar sem endurspegla líf fólks í gegnum aldirnar. Margréti finnst fjölbreytileikinn skemmtilegt einkenni safnkostsins. „Mér finnst samhengi fjölbreytileika minjanna heillandi. Við erum að varðveita hús og húsaþyrpingar, torfhús sem eru einstök í alþjóðlegu samhengi. Við eigum líka hluti sem tengjast lífi fólks og myndir sem auðga enn frekar þessar heimildir. Þjóðminjasafnið snýst alltaf um líf fólks, líf fólks í fortíðinni, líf fólks í samtímanum og það sem við ætlum að gefa til komandi kynslóða. Það sem mér finnst heillandi við menningararfinn og þjóðminjar er einmitt þetta heimildargildi um mannlífið og fjölbreytileika þess,“ segir Margrét og leggur áherslu á að þá eigi hún við allar hliðar mannslífsins. „Konur og karla, börn og fullorðna, fólk af öllum stéttum og stigum, bæði alþýðuna og þá sem voru í forsvari. Hreinar heimildir um mannlíf fólks eru dýrmætar,“ segir hún. Margrét segir mikilvægt að Íslendingar geri sér betur grein fyrir því hversu ríkir þeir eru af menningararfi sínum. „Mér finnst stundum að við þyrftum að gera okkur betur grein fyrir því hvað við eigum í menningararfinum og hvernig hann endurspeglar sögu okkar og líf. Líka hvernig samfélag okkar hefur þróast í samspili við aðrar þjóðir. Stundum finnst mér örla á því, til dæmis í samhengi við ferðaþjónustuna, að við sýnum okkar eigin sögu og menningararfi ekki nægilegan áhuga og virðingu,“ segir Margrét. „Við erum að taka á móti gestum og ferðamönnum og höfum heilmikið fram að færa, sterkar minningar þess að sjá það sem er einstakt eða sérstakt. Við eigum því að hlúa að gæðum og sanngildi, að bjóða gestum að sjá það sem er raunverulegt, okkar eigin sögu og mannlíf og náttúru. Það á einnig við okkur sem hér búum, við erum líka ferðamenn í okkar landi og annars staðar. Og við eigum að rækta mannlífið í samtímanum til þess að við séum áhugaverðari að heimsækja en ekki að vera að setja á svið, við freistumst stundum til þess. Okkar raunverulega menning og náttúra er það sem veitir erlendum gestum hughrif og hugmyndir. Við þurfum ekkert að afsaka okkur,“ bætir hún við.„Að þekkja menningararfinn er líka mikilvægt fyrir okkur sjálf, sem manneskjur og samfélag. Þannig auðgum við mannlífið og samfélagið almennt á hverjum tíma. Að þekkja sinn eigin menningararf gerir okkur víðsýnni og eykur skilning. Það er forsenda þess að við getum sett okkur í spor annarra og að við áttum okkur á því hvar við stöndum í alþjóðlegu samhengi. Það er í þágu allra. Þess vegna stöndum við í safninu fyrir víðsýni og viljum hafa áhrif í samfélagi samtímans ekki síður en varðveita og rannsaka heimildir um liðinn tíma. Það er hlutverk safna á nýrri öld. Þjóðminjarnar eru auður í samtímanum, söfnin fjalla ekki bara um fólk liðins tíma heldur starfa ekki síður fyrir fólk okkar tíma, og tilheyra alþjóðasamfélaginu. Við erum eitt púsl í stóru púsluspili. Við þurfum að bera ábyrgð á því, ekki bara gagnvart okkur heldur líka umheiminum,“ bendir Margrét á.Á safninu er fjöldi muna frá samtímanum, til að mynda er þar að finna sundurbarða sælgætisdós sem barið var á í búsáhaldabyltingunni. „Nýjustu gripirnir eru jarðfundnir. Svo sem sverðið sem vakti athygli í vetur. Þá get ég nefnt sem dæmi að við varðveittum Machintosh-dollurnar úr búsáhaldabyltingunni, með djúpum förum í, og margt fleira tengt hruninu. Við reynum alltaf að hafa puttana á púlsinum. Nýlega bættist til dæmis við sumarhús Einars Jónssonar myndhöggvara sem nú tilheyrir húsasafni Þjóðminjasafns. Það er alltaf eitthvað spennandi að bætast í safnið,“ segir Margrét.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira