Dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina í listum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 13:15 "Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla,“ segir Elísabet Indra í Mengi. Vísir/Stefán Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira