Vinsældir forseta í tölu sem sést eiginlega aldrei segir prófessor Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47