Erlent

Segja brottflutningi lokið í frumskóginum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Yfirvöld í Frakklandi segjast hafa tæmt flóttamannabúðirnar í Calais eftir að stórir eldar kviknuðu þar í gær. Vinna við að rífa flóttamannabúðirnar er hafin. Til stóð að tæma búðirnar en það tók mun styttri tíma en til stóð, vegna eldanna.

Búið er að flytja þúsundir frá Frumskóginum eins og búðirnar voru kallaðar, eða um helminginn af rúmlega átta þúsund manns.

Þrátt fyrir að tæmingunni sé tæknilega lokið, hefur flóttafólk verið leyft að snúa aftur í búðirnar eftir að eldarnir voru slökktir. Fólkið fékk að snúa aftur til að sækja eigur sínar, en mögulegt er að fjöldi fólks hafi horfið frá búðunum á undanförnum dögum.

Flóttafólkið sem hefur haldið til í Frumskóginum vill komast til Bretlands. Heimamenn hafa þó fengið nóg af búðunum en óttast er að um leið og starfinu þar lýkur muni flóttafólkið snúa aftur og setja upp aðrar búðir.

Fjórir flóttamenn hafa verið handteknir vegna eldanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×