Slakar á með góðum norrænum krimma Sæunn Gísladóttir skrifar 26. október 2016 13:00 Berta Daníelsdóttir segist finna fyrir mikilli þörf fyrir að losa um orkuna með hreyfingu. Vísir/GVA Berta Daníelsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember næstkomandi af Þór Sigfússyni, stofnanda og eiganda. Þór mun starfa áfram að nýsköpunarverkefnum sem klasinn hefur sett á laggirnar ásamt því að vera áfram stjórnarformaður. Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í haftengdri starfsemi. Klasinn starfrækir meðal annars Hús sjávarklasans ehf. sem er samfélag tæplega 70 fyrirtækja og frumkvöðla. Berta hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Marel síðastliðin 18 ár og nú síðast sem rekstrarstjóri Marel í Seattle í Bandaríkjunum. „Ég er afskaplega spennt fyrir þessum breytingum. Ég hef frá stofnun Sjávarklasans fyrir fimm árum fylgst vel með þróuninni. Marel var einn af fyrstu samstarfsaðilum í húsinu og í gegnum þáverandi starf mitt fylgdist ég náið með fyrstu skrefunum,“ segir Berta. „Þetta er réttur tími til að breyta til og mikil áskorun. Framtíðin er björt hjá Sjávarklasanum. Virðiskeðja sjávarútvegsins er svo miklu stærri en bara veiðar og vinnsla. Það er magnað hvað nýsköpunin hefur náð miklu flugi í geiranum á síðustu árum. Það er mikill fókus á nýsköpun og sjálfbærni, og bæði Marel og Íslenski sjávarklasinn hafa það að markmiði að styðja við sjálfbærni í matvælavinnslu,“ segir Berta. Berta er með meistaragráðu í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja frá Háskólanum á Akureyri. Hún er ein af stofnendum félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún flutti í ágúst heim eftir að hafa búið í átján mánuði í Seattle og þar áður sex mánuði í Singapúr á vegum Marel. „Það er frábært að koma heim. Þó að það sé ótrúlega spennandi að vera erlendis, upplifa nýtt menningarlíf og aðstæður og kynnast lífinu á annan hátt, þá togar fjölskyldan alltaf,“ segir Berta. Hún á þrjú uppkomin börn, og þrjár ömmustelpur sem eiga hug hennar allan. Þegar hún er ekki að sinna ömmustelpunum stundar Berta mikla hreyfingu. „Ég bý yfir ótrúlegri orku og verð að hreyfa mig ef ég næ henni ekki úr kroppnum á daginn, annaðhvort snemma um morguninn eða seinna á kvöldin, til að losa mig við hana,“ segir Berta. Berta stundar líkamsrækt og göngur með hundinum. „Það er stundum spurning hver dregur hvern út,“ segir hún glettin. „Ég geng aðallega í kringum Hafnarfjörð þar sem ég get tekið hundinn með, meðal annars í Heiðmörk. Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði og það er opin náttúra í bakgarðinum hjá mér. Náttúran er margbreytileg og maður er alltaf með eitthvert nýtt listaverk fyrir augunum,“ segir Berta. Hún er einnig mikill lestrarhestur. „Ég les aðallega skandinavíska krimma, ég slaka mjög mikið á við að lesa þá og detta inn í góða Nesbo-fléttu. Eftir langa daga og mikið áreiti þá er rosalega gott að opna góða bók,“ segir Berta. „Skandinavísku höfundarnir og þeir íslensku eru magnaðir því bækurnar eru svo raunverulegar.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00 Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Berta Daníelsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans þann 15. nóvember næstkomandi af Þór Sigfússyni, stofnanda og eiganda. Þór mun starfa áfram að nýsköpunarverkefnum sem klasinn hefur sett á laggirnar ásamt því að vera áfram stjórnarformaður. Íslenski sjávarklasinn er drifkraftur nýrra hugmynda og stuðlar að öflugu samstarfi fyrirtækja og frumkvöðla í haftengdri starfsemi. Klasinn starfrækir meðal annars Hús sjávarklasans ehf. sem er samfélag tæplega 70 fyrirtækja og frumkvöðla. Berta hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Marel síðastliðin 18 ár og nú síðast sem rekstrarstjóri Marel í Seattle í Bandaríkjunum. „Ég er afskaplega spennt fyrir þessum breytingum. Ég hef frá stofnun Sjávarklasans fyrir fimm árum fylgst vel með þróuninni. Marel var einn af fyrstu samstarfsaðilum í húsinu og í gegnum þáverandi starf mitt fylgdist ég náið með fyrstu skrefunum,“ segir Berta. „Þetta er réttur tími til að breyta til og mikil áskorun. Framtíðin er björt hjá Sjávarklasanum. Virðiskeðja sjávarútvegsins er svo miklu stærri en bara veiðar og vinnsla. Það er magnað hvað nýsköpunin hefur náð miklu flugi í geiranum á síðustu árum. Það er mikill fókus á nýsköpun og sjálfbærni, og bæði Marel og Íslenski sjávarklasinn hafa það að markmiði að styðja við sjálfbærni í matvælavinnslu,“ segir Berta. Berta er með meistaragráðu í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja frá Háskólanum á Akureyri. Hún er ein af stofnendum félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún flutti í ágúst heim eftir að hafa búið í átján mánuði í Seattle og þar áður sex mánuði í Singapúr á vegum Marel. „Það er frábært að koma heim. Þó að það sé ótrúlega spennandi að vera erlendis, upplifa nýtt menningarlíf og aðstæður og kynnast lífinu á annan hátt, þá togar fjölskyldan alltaf,“ segir Berta. Hún á þrjú uppkomin börn, og þrjár ömmustelpur sem eiga hug hennar allan. Þegar hún er ekki að sinna ömmustelpunum stundar Berta mikla hreyfingu. „Ég bý yfir ótrúlegri orku og verð að hreyfa mig ef ég næ henni ekki úr kroppnum á daginn, annaðhvort snemma um morguninn eða seinna á kvöldin, til að losa mig við hana,“ segir Berta. Berta stundar líkamsrækt og göngur með hundinum. „Það er stundum spurning hver dregur hvern út,“ segir hún glettin. „Ég geng aðallega í kringum Hafnarfjörð þar sem ég get tekið hundinn með, meðal annars í Heiðmörk. Ég bý á Völlunum í Hafnarfirði og það er opin náttúra í bakgarðinum hjá mér. Náttúran er margbreytileg og maður er alltaf með eitthvert nýtt listaverk fyrir augunum,“ segir Berta. Hún er einnig mikill lestrarhestur. „Ég les aðallega skandinavíska krimma, ég slaka mjög mikið á við að lesa þá og detta inn í góða Nesbo-fléttu. Eftir langa daga og mikið áreiti þá er rosalega gott að opna góða bók,“ segir Berta. „Skandinavísku höfundarnir og þeir íslensku eru magnaðir því bækurnar eru svo raunverulegar.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00 Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Stóru og meðalstóru fyrirtækin eflast frekar Velta tæknifyrirtækja í Sjávarklasanum jókst um 12 prósent á árinu 2015 og er nú um 60-65 milljarðar króna. 6. júlí 2016 11:00
Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent Sjávarklasinn er fimm ára í ár. Starfsemin hefur vakið mikla athygli, einkum í Bandaríkjunum. Stofnandinn vill að Sílíkondalur sjávarútvegarins verði á Íslandi. Hann sætti rannsókn sérstaks saksóknara þegar Klasinn var stofnaður og se 23. mars 2016 12:00