Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. desember 2016 12:06 Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. Vísir/Ernir Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira