Erlent

Samþykkja vopnahlé í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgararstyrjöldinni í Sýrlandi.
Minnst 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgararstyrjöldinni í Sýrlandi. Vísir/EPA
Stjórnvöld Bashar al-Assad og regnhlífarnefnd hinna fjölmörgu uppreisnarhópa í Sýrlandi hafa samþykkt vopnahléstillögur Rússa og Bandaríkjanna. Alþjóðasamfélagið vonast til þess að vopnahléið geti fengið deiluaðila aftur að samningaborðinu og mögulega binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi.

Vopnahléið á að taka gildi á laugardaginn, en margar spurningar eru uppi um framkvæmd þess. Það nær ekki til Íslamska ríkisins, Nusra front (deildar Al-Qaeda) og aðra vígahópa. Stjórnarherinn í Sýrlandi mun fara yfir hvaða hópa eigi að ráðast áfram á á næstu dögum.

Samkvæmt AP fréttaveitunni er einnig ekkert sagt til í samningunum varðandi vopnahléið um hvernig eigi að bera kennsl á rof á vopnahléinu né hvernig eigi að refsa fyrir slíkt.

Þá sagði talsmaður Kúrda í Sýrlandi að fylking hans myndi ekki fylgja vopnahléinu, því þær væru að berjast gegn ISIS. Ef þeir væru að berjast gegn hernum eða uppreisnarhópum, myndu þeir fylgja vopnahléinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×