Samfélagsverkefni Rótarýhreyfingarinnar Eiríkur K. Þorbjörnsson skrifar 23. febrúar 2016 00:00 Rótarýklúbbar starfa að ýmsum framfara- og stuðningsmálum í sinni heimabyggð, vinna að verkefnum á landsvísu og taka þátt í fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum. Á innlendum vettvangi kemur Rótarýhreyfingin einnig að margvíslegum samfélagsmálum. Meginmarkmið Rótarýhreyfingarinnar er að stuðla að friði og bættum skilningi meðal manna, bæði á alþjóðlegum vettvangi og í íslensku samfélagi. Má þar nefna stuðning við aldraða, fatlaða og námsmenn auk umhverfismála í nágrenni við klúbbana. Umhverfismál og landvernd eru og verða ofarlega á dagskrá Rótarýhreyfingarinnar hér á landi. Önnur megin markmið Rótarý eru að vinna að háleitum siðfræðilegum hugsjónum og stuðla að yfirgripsmiklu framlagi til mannúðar- og menntamála, ekki síst í þróunarlöndunum og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.Hér er dæmi um verkefni á vegum Rótarý sem falla vel að markmiði hreyfingarinnar: Góð samskipti eru lykillinn að farsælum frama en ekki er öllum jafn tamt að tjá sig og koma hugmyndum sínum á framfæri á skýran og grípandi hátt. Fyrir atbeina æskulýðsnefndar Rótarýklúbbsins Görðum í Garðabæ hefur valinn hópur rótarýfélaga í allmörg ár staðið fyrir ræðunámskeiði á vormisseri í 9. bekk í grunnskólum Garðabæjar. Kennd eru undirstöðuatriði í framsögu og síðan fá nemendur að spreyta sig á ræðustúf. Frábær samvinna hefur tekist milli RG og skólanna í Garðabæ um þessi námskeið. Kennsluefnið er m.a. byggt á stuðning frá umdæminu á sínum tíma og lögðu margir hönd á plóg, ma. Thomas Möller frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur, Miðborg. Þess má geta að Rótarýklúbbur Reykjavíkur Miðborg hefur einnig verið með námskeið af sama toga fyrir 10. bekk í Hagaskóla. Verkefnið er uppbyggt á þann hátt að rótarýfélagi mætir í kennslustund hjá 9. bekk og heldur fyrirlestur um mikilvægi framsögu og ræðumennsku. Slíkt undirbýr nemendur og stuðlar að því að þeir geti á sem bestan hátt komið á framfæri málefnum sem eru þeim hugleikin. Nemendur undirbúa kynningu í næstu kennslustund um áhugamáli sín, sérþekkingu, hljóðfæraleik eða gæludýri heimilisins eða hverju því sem nemandinn sjálfur ákveður og hefur áhuga á. Eftir flutning á fyrirlestrinum gefst öðrum nemendum tækifæri á að spyrja viðkomandi út í efnið og fær hann einkunn fyrir frammistöðu og efnistök. Flutningur nemenda getur staðið í 1-2 kennslustundir og fá allir tækifæri til að spreyta sig í framsögn. Fjöldi bekkja getur verið 5-8 á hverju ári og þarf jafn marga rótarýfélaga til að flytja fyrirlestrana. Margir klúbbar inn umdæmisins taka þátt í samfélagsverkefnum innan Rótarý en þar má nefna (langt í frá tæmandi listi): Samfélagsverkefni Rótarýklúbbs Reykjavíkur Breiðholt hafa m.a. verið styrkveitingar til kórs aldraðra í Gerðubergi, námsverðlaunum til nemenda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og námsverðlaunum til grunnskólanna í Breiðholti. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur m.a. tekið þátt í endurbyggingu Hús Bjarna riddara, trjárækt og fegrun bæjarins og fleira. Rótarýklúbbur Skagafjarðar tók þátt í átaksverkefni varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis í Litla-Skógi á Sauðárkróki. Rótarýlundurinn hjá Rkl. Mosfellssveitar er trjáræktarsvæði við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Finna má fleiri skógræktarsvæði á landinu sem hafa fengið nafnið „Rótarýlundur“. Rótarýklúbburinn á Ísafirði hefur veitt viðurkenningar í grunnskólum bæjarins fyrir ástundun og framfarir. Að endingu má nefna að Rótarýhreyfingin hefur tekið þátt í mörgum samfélagsverkefni erlendis, eins og samfélagsverkefnum á Indlandi og Afríku við vatnsbrunnagerð, aðstoð við stíflugerð og bólusetningarherferð gegn lömunarveiki (pólíó, mænuveiki, mænusótt) svo eitthvað sé nefnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Rótarýklúbbar starfa að ýmsum framfara- og stuðningsmálum í sinni heimabyggð, vinna að verkefnum á landsvísu og taka þátt í fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum. Á innlendum vettvangi kemur Rótarýhreyfingin einnig að margvíslegum samfélagsmálum. Meginmarkmið Rótarýhreyfingarinnar er að stuðla að friði og bættum skilningi meðal manna, bæði á alþjóðlegum vettvangi og í íslensku samfélagi. Má þar nefna stuðning við aldraða, fatlaða og námsmenn auk umhverfismála í nágrenni við klúbbana. Umhverfismál og landvernd eru og verða ofarlega á dagskrá Rótarýhreyfingarinnar hér á landi. Önnur megin markmið Rótarý eru að vinna að háleitum siðfræðilegum hugsjónum og stuðla að yfirgripsmiklu framlagi til mannúðar- og menntamála, ekki síst í þróunarlöndunum og taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.Hér er dæmi um verkefni á vegum Rótarý sem falla vel að markmiði hreyfingarinnar: Góð samskipti eru lykillinn að farsælum frama en ekki er öllum jafn tamt að tjá sig og koma hugmyndum sínum á framfæri á skýran og grípandi hátt. Fyrir atbeina æskulýðsnefndar Rótarýklúbbsins Görðum í Garðabæ hefur valinn hópur rótarýfélaga í allmörg ár staðið fyrir ræðunámskeiði á vormisseri í 9. bekk í grunnskólum Garðabæjar. Kennd eru undirstöðuatriði í framsögu og síðan fá nemendur að spreyta sig á ræðustúf. Frábær samvinna hefur tekist milli RG og skólanna í Garðabæ um þessi námskeið. Kennsluefnið er m.a. byggt á stuðning frá umdæminu á sínum tíma og lögðu margir hönd á plóg, ma. Thomas Möller frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur, Miðborg. Þess má geta að Rótarýklúbbur Reykjavíkur Miðborg hefur einnig verið með námskeið af sama toga fyrir 10. bekk í Hagaskóla. Verkefnið er uppbyggt á þann hátt að rótarýfélagi mætir í kennslustund hjá 9. bekk og heldur fyrirlestur um mikilvægi framsögu og ræðumennsku. Slíkt undirbýr nemendur og stuðlar að því að þeir geti á sem bestan hátt komið á framfæri málefnum sem eru þeim hugleikin. Nemendur undirbúa kynningu í næstu kennslustund um áhugamáli sín, sérþekkingu, hljóðfæraleik eða gæludýri heimilisins eða hverju því sem nemandinn sjálfur ákveður og hefur áhuga á. Eftir flutning á fyrirlestrinum gefst öðrum nemendum tækifæri á að spyrja viðkomandi út í efnið og fær hann einkunn fyrir frammistöðu og efnistök. Flutningur nemenda getur staðið í 1-2 kennslustundir og fá allir tækifæri til að spreyta sig í framsögn. Fjöldi bekkja getur verið 5-8 á hverju ári og þarf jafn marga rótarýfélaga til að flytja fyrirlestrana. Margir klúbbar inn umdæmisins taka þátt í samfélagsverkefnum innan Rótarý en þar má nefna (langt í frá tæmandi listi): Samfélagsverkefni Rótarýklúbbs Reykjavíkur Breiðholt hafa m.a. verið styrkveitingar til kórs aldraðra í Gerðubergi, námsverðlaunum til nemenda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og námsverðlaunum til grunnskólanna í Breiðholti. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur m.a. tekið þátt í endurbyggingu Hús Bjarna riddara, trjárækt og fegrun bæjarins og fleira. Rótarýklúbbur Skagafjarðar tók þátt í átaksverkefni varðandi uppbyggingu útivistarsvæðis í Litla-Skógi á Sauðárkróki. Rótarýlundurinn hjá Rkl. Mosfellssveitar er trjáræktarsvæði við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Finna má fleiri skógræktarsvæði á landinu sem hafa fengið nafnið „Rótarýlundur“. Rótarýklúbburinn á Ísafirði hefur veitt viðurkenningar í grunnskólum bæjarins fyrir ástundun og framfarir. Að endingu má nefna að Rótarýhreyfingin hefur tekið þátt í mörgum samfélagsverkefni erlendis, eins og samfélagsverkefnum á Indlandi og Afríku við vatnsbrunnagerð, aðstoð við stíflugerð og bólusetningarherferð gegn lömunarveiki (pólíó, mænuveiki, mænusótt) svo eitthvað sé nefnt.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar