Dani Alves, leikmaður Barcelona, segir að sigur gegn Arsenal í kvöld sé það eina sem kom til greina og engu máli skipti hvernig liðið vinni leikinn.
Liðin mætast þá á Emirates-vellinum í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
„Okkar markmið er alltaf að vinna alla leiki og að spila vel. Leikir eru auðvitað miserfiðir en við erum til í allt. Það er alltaf skemmtilegra að spila fallegan fótbolta en sigur er alltaf það sem skiptir mestu máli,“ segir Alves.
Barcelona hefur ekki tapað í 32 leikjum í röð sem er met. 26 af þessum leikjum hafa unnist og það bíður því verðugt verkefni fyrir Arsenal í kvöld.
