Sögulok á Stade de France Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2016 06:00 Lokaskrefin. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gengur hér af velli eftir orrustuna við Frakka í gær. fréttablaðið/vilhelm Einhverjum merkasta kafla í íslenskri íþróttasögu lauk á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands, þegar Ísland varð að játa sig sigrað gegn gríðarsterku liði heimamanna. Frakkland komst áfram í undanúrslit EM á sínum heimavelli með sannfærandi 5-2 sigri, eftir að hafa leitt 4-0 í hálfleik. Ísland var hins vegar úr leik eftir hetjulega framgöngu sína á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti, og eini, tapleikur okkar manna á mótinu. Um leið og leiknum lauk var ljóst að starfi Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Íslands var lokið. Hann gegndi starfinu í fjögur og hálft ár sem markar um leið mesta blómaskeið í sögu íslenskrar knattspyrnu. Lagerbäck tók við særðu íslensku landsliði sem vissi að það bjó miklu meira í því en það hafði sýnt og færði það, ásamt Heimi Hallgrímssyni, meðþjálfara sínum síðustu tvö árin, í áður óþekktar hæðir.Mættum ofjörlum okkar Það brást enginn íslenskri knattspyrnu í gær. Ekki þjálfararnir, ekki leikmennirnir og ekki þeir sem standa að liðinu á einn eða annan hátt. Í gær mætti Ísland ofjörlum sínum á knattspyrnuvellinum. Afar sterku frönsku liði sem sýndi ekki aðeins í gærkvöldi heldur í aðdraganda leiksins að það bæri virðingu fyrir Íslandi og teldi það verðugan andstæðing. Didier Deschamps hafði greinilega undirbúið lið sitt mjög vel og brást við leikbanni tveggja lykilmanna með því að færa leikmenn til og breyta um leikkerfi sem hentaði vel gegn íslenska liðinu. Það skilaði tilætluðum árangri – Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu allir í fyrri hálfleik og gerðu þá út um leikinn. Þetta var versti hálfleikur Íslands í keppninni og refsuðu Frakkar grimmilega fyrir hver mistök sem okkar menn gerðu.Strákarnir þakka fyrir sig.vísir/vilhelmÍslendingar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og uppskáru mark snemma er Kolbeinn Sigþórsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. En þá kom enn eitt kjaftshöggið er Giroud skoraði öðru sinni eftir slæmt úthlaup Hannesar Þórs Halldórssonar í marki Íslands. Undir lokin skoraði þó Birkir Bjarnason sárabótarmark með skalla eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar.Tek hatt minn ofan fyrir Íslandi „Ég er ánægður fyrir hönd Íslands. Afrek þeirra er frábært. Að skora tvö mörk er verðlaun fyrir Íslendinga. En við skoruðum fimm og ég er ánægður með það þó svo að ég hafi ekki verið ánægður með að fá þessi tvö á okkur,“ sagði Deschamps eftir leikinn í gær. „En þetta var merkilegt fyrir Ísland og ég tek hatt minn ofan fyrir öllu því sem Ísland hefur afrekað á þessu móti.“ Viðhorf franska þjálfarans endurspeglar viðhorf fleiri, ekki síst stuðningsmannanna sjálfra sem sungu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu á Stade de France og blésu lífi í okkar menn þegar þeir þurftu mest á stuðningnum að halda. Leikmenn Íslands voru vonsviknir þegar þeir gengu til stuðningsmanna í gær en tóku samt undir í „víkingaklappinu“ í lokaskiptið á EM í Frakklandi. Það var stund sem verður lengi í minnum höfð enda hefur víkingaklappið farið sigurför um heiminn og er eitt sterkasta táknið um velgengni þessa magnaða íslenska landsliðs og sigurför þess á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu.Ég finn það í hjartanu Lars Lagerbäck var þakklátur á blaðamannafundi eftir leik. Þakklátur öllum þeim sem hann hefur starfað með í kringum landsliðið en ekki síst þakklátur fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins. Hann var spurður hvaða minningar stæðu upp úr eftir hans langa feril í knattspyrnunni. Hann nefndi nokkur augnablik með sænska landsliðinu en sagði að tími hans með því íslenska væri honum afar ofarlega í huga. „Ég finn það í hjartanu hversu nærri mér þetta stendur. Ég naut þess að starfa á Íslandi og það hafa verið forréttindi að taka þátt í þessu ferðalagi,“ sagði hann. „Það hefur verið virkilega sérstakt. Ísland á sér sérstakan stað í mínu hjarta.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Sjá meira
Einhverjum merkasta kafla í íslenskri íþróttasögu lauk á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands, þegar Ísland varð að játa sig sigrað gegn gríðarsterku liði heimamanna. Frakkland komst áfram í undanúrslit EM á sínum heimavelli með sannfærandi 5-2 sigri, eftir að hafa leitt 4-0 í hálfleik. Ísland var hins vegar úr leik eftir hetjulega framgöngu sína á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti, og eini, tapleikur okkar manna á mótinu. Um leið og leiknum lauk var ljóst að starfi Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Íslands var lokið. Hann gegndi starfinu í fjögur og hálft ár sem markar um leið mesta blómaskeið í sögu íslenskrar knattspyrnu. Lagerbäck tók við særðu íslensku landsliði sem vissi að það bjó miklu meira í því en það hafði sýnt og færði það, ásamt Heimi Hallgrímssyni, meðþjálfara sínum síðustu tvö árin, í áður óþekktar hæðir.Mættum ofjörlum okkar Það brást enginn íslenskri knattspyrnu í gær. Ekki þjálfararnir, ekki leikmennirnir og ekki þeir sem standa að liðinu á einn eða annan hátt. Í gær mætti Ísland ofjörlum sínum á knattspyrnuvellinum. Afar sterku frönsku liði sem sýndi ekki aðeins í gærkvöldi heldur í aðdraganda leiksins að það bæri virðingu fyrir Íslandi og teldi það verðugan andstæðing. Didier Deschamps hafði greinilega undirbúið lið sitt mjög vel og brást við leikbanni tveggja lykilmanna með því að færa leikmenn til og breyta um leikkerfi sem hentaði vel gegn íslenska liðinu. Það skilaði tilætluðum árangri – Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu allir í fyrri hálfleik og gerðu þá út um leikinn. Þetta var versti hálfleikur Íslands í keppninni og refsuðu Frakkar grimmilega fyrir hver mistök sem okkar menn gerðu.Strákarnir þakka fyrir sig.vísir/vilhelmÍslendingar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og uppskáru mark snemma er Kolbeinn Sigþórsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. En þá kom enn eitt kjaftshöggið er Giroud skoraði öðru sinni eftir slæmt úthlaup Hannesar Þórs Halldórssonar í marki Íslands. Undir lokin skoraði þó Birkir Bjarnason sárabótarmark með skalla eftir sendingu Ara Freys Skúlasonar.Tek hatt minn ofan fyrir Íslandi „Ég er ánægður fyrir hönd Íslands. Afrek þeirra er frábært. Að skora tvö mörk er verðlaun fyrir Íslendinga. En við skoruðum fimm og ég er ánægður með það þó svo að ég hafi ekki verið ánægður með að fá þessi tvö á okkur,“ sagði Deschamps eftir leikinn í gær. „En þetta var merkilegt fyrir Ísland og ég tek hatt minn ofan fyrir öllu því sem Ísland hefur afrekað á þessu móti.“ Viðhorf franska þjálfarans endurspeglar viðhorf fleiri, ekki síst stuðningsmannanna sjálfra sem sungu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu á Stade de France og blésu lífi í okkar menn þegar þeir þurftu mest á stuðningnum að halda. Leikmenn Íslands voru vonsviknir þegar þeir gengu til stuðningsmanna í gær en tóku samt undir í „víkingaklappinu“ í lokaskiptið á EM í Frakklandi. Það var stund sem verður lengi í minnum höfð enda hefur víkingaklappið farið sigurför um heiminn og er eitt sterkasta táknið um velgengni þessa magnaða íslenska landsliðs og sigurför þess á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu.Ég finn það í hjartanu Lars Lagerbäck var þakklátur á blaðamannafundi eftir leik. Þakklátur öllum þeim sem hann hefur starfað með í kringum landsliðið en ekki síst þakklátur fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins. Hann var spurður hvaða minningar stæðu upp úr eftir hans langa feril í knattspyrnunni. Hann nefndi nokkur augnablik með sænska landsliðinu en sagði að tími hans með því íslenska væri honum afar ofarlega í huga. „Ég finn það í hjartanu hversu nærri mér þetta stendur. Ég naut þess að starfa á Íslandi og það hafa verið forréttindi að taka þátt í þessu ferðalagi,“ sagði hann. „Það hefur verið virkilega sérstakt. Ísland á sér sérstakan stað í mínu hjarta.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Sjá meira