Lífið

Fannst draumi líkast að hitta móður sína: Grétu báðar og féllust í faðma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rósíka brotnaði niður þegar hún hitti líffræðilega móður sína.
Rósíka brotnaði niður þegar hún hitti líffræðilega móður sína.
„Dagurinn var strembinn og tilfinningalega átakanlegur en samt draumi líkastur og þetta fór allt miklu betur en ég þorði að vona,” sagði Rósíka Gestsdóttir sem fann líffræðilega móður sína í Sri Lanka í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 í gær.

Mæðgurnar grétu báðar þegar þær féllust í faðma en móðirin gaf Rósíku til ættleiðingar fyrir þrjátíu árum, en hún var þá aðeins sex vikna gömul.

Margir stóðu í þeirri trú að Rósíku og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, sem hefur umsjón með þáttunum, myndi ekki takast að finna móðurina þar sem þær lentu í Sri Lanka með litlar sem engar vísbendingar um hvar hana væri að finna.

Þeim tókst þó ætlunarverkið með aðstoð rannsóknarblaðamanns í Colombo. Meðfylgjandi er brot úr þætti gærkvöldsins en í því má sjá endurfundi þeirra mæðgna eftir þriggja áratuga aðskilnað.


Tengdar fréttir

Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni

"Ég vona bara af öllu hjarta að við finnum hana,“ sagði Rósíka Gestsdóttir í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld, en Rósíka var ættleidd frá Sri Lanka árið 1986 og freistar þess nú að leita að líffræðilegri móður sinni.

Leitin að upprunanum: Hitti systur sínar og föður í fyrsta skipti

"Augnablikið sem ég er búin að bíða eftir í meira en 30 ár var bara áðan og er allt í einu búið,“ sagði Kolbrún Sara Larsen í fjórða þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gær en í þættinum hitti hún fjórar eldri systur sínar og föður í fyrsta skipti síðan hún var ættleidd frá Tyrklandi til Íslands tveggja ára gömul.

Fleiri vilja leita upprunans

Uppkomin ættleidd börn leita í auknum mæli til Íslenskrar ættleiðingar með það í huga að leita upprunans. Færri börn eru ættleidd á milli landa nú en áður. Á því eru fjölþættar skýringar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.