Fótbolti

Eriksson tekur við af Seedorf í Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sven er hann tók við Shanghai á sínum tíma.
Sven er hann tók við Shanghai á sínum tíma. vísir/getty
Sænski þjálfarinn Sven-Göran Eriksson kann vel við sig í Kína og er búinn að finna nýja vinnu þar í landi.

Hann var rekinn frá úrvalsdeildarliði Shanghai í nóvember eftir tvö ár í starfi.

Nú hefur hann verið ráðinn þjálfari B-deildarliðsins Shenzen FC. Þar tekur hann við starfinu af Clarence Seedorf sem var rekinn þar sem hann kom liðinu ekki upp í úrvalsdeild.

Eriksson fær það verkefni að rífa liðið upp en þetta verður 16. félagið sem hann þjálfar á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×