Erlent

Mikil sprenging í olíuvinnslustöð í Mexíkó

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Af vettvangi.
Af vettvangi. Mynd/Ricardo Quintana
Mikil sprenging varð í olíuvinnslustöð í bænum Coatzacoalcos í suðausturhluta Mexíkó í kvöld. Að minnsta kosti þrír eru slasaðir og hundruð hafa verið flutt á brott af svæðinu.

Olíuvinnslustöðin er í eigu ríkisolíufyrirtækisins Pemex en rekin af dótturfyrirtækinu Mecichem. Fyrirtækið segir að útflutningur á olíu frá vinnslustöðinni muni ekki verða fyrir áhrifum af sprengingunni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vinnslustöð í eigu Pemex springur í loft upp. Árið 2012 varð sprenging í gasvinnslustöð fyrirtækisins og létust 33. Þá varð öflug gassprenging í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Mexíkóborg 37 að bana árið 2013.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×