Erlent

Fimm hundruð flóttamenn sagðir hafa drukknað í síðustu viku

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Flóttamenn eru í stórhættu á flótta sínum frá Libýu.
Flóttamenn eru í stórhættu á flótta sínum frá Libýu. Vísir/EPA
Óttast er að hundruð flóttamanna hafi drukknað í Miðjarðarhafinu í síðustu viku þegar bátur þeirra sökk. Það yrði mannskæðasta skipbrot í marga mánuði.

Ofhlaðinn fiskibátur af flóttafólki á leið frá Austur-Libýu til Ítalíu er sagður hafa sokkið en um fimm hundruð manns voru á bátnum samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þó ekki látist nema helmingur af farþegum mun það gera heildartölu þeirra sem hafa drukknað í Miðjarðarhafinu það sem af er ári eitt þúsund. Það er fjórðungi meira en á síðasta ári.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ku hafa upplýsingar um skipbrotið frá eftirlifendum. Þeir segja frá því að hörmungin hafi átti sér stað þegar smyglarar reyndu að flytja hóp af flóttamönnum frá minni bát á stærri. Stærri báturinn var þegar yfirfullur og byrjaði að sökkva undir álaginu sem fylgdi auka farþegum.


Tengdar fréttir

Hundruð flóttamanna drukknuðu á leið til Ítalíu

Flóttafólk sem lenti í skipsskaða á Miðjarðarhafi í gær var á leiðinni frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Fólkið ferðaðist á fjórum vanbúnum bátum. Flestir voru frá Sómalíu. Nærri þrjátíu manns var bjargað. Óttast er að




Fleiri fréttir

Sjá meira


×