Erlent

Skilgreina klám sem heilsuspillandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þinghús Utah.
Þinghús Utah. Vísir/Getty
Yfirvöld í Utah ríki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að klám sé heilsuspillandi. Klám hefur ekki verið bannað en ríkisstjóri Utah segir að með þessu vilji yfirvöld þar verja fjölskyldur og ungt fólk gegn klámi.

Utah er fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka þetta skref. Samhliða nýrri skilgreiningu kláms felur frumvarp sem samþykkt var nýverið í sér að yfirvöld ríkisins berjist gegn birtingu kláms og klámfíkn. 

Í frumvarpinu segir einnig að útbreiðsla kláms jafnist á við farsótt og það eitri út frá sér í samfélagið og leiði til aukins kynlífs meðal táninga og jafnvel barna.

Stór hluti íbúa Utah eru strangtrúaðir mormónar eða um 63 prósent. Breska ríkisútvarpið bendir á að samkvæmt rannsókn frá árinu 2009 voru íbúar Utah hlutfallslega líklegri til að vera áskrifendur að klámsíðum en annarsstaðar í Bandaríkjunum.

Mótmælendur frumvarpsins segja það tákna gamaldags viðhorf. Réttast væri að ræða kynlíf á opinn og fræðandi hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×