Hinn umdeildi yfirmaður Formúlu 1, Bernie Ecclestone, er búinn að gera allt brjálað með ummælum sínum um möguleikann á því að konur keppi í F1.
Ecclestone talaði beint frá hjartanu og sagði að það væri ekki hægt að taka kvenökumenn alvarlega. Konur hefðu ekki líkamlega burði til þess að keyra formúlubíl hratt.
Hann lét þessi umdeildu ummæli falla á auglýsingaráðstefnu. Þá sagði hann reyndar líka að Vladimir Pútin ætti að stýra Evrópu og að hann styddi Donald Trump í forsetakjöri Bandaríkjanna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hinn 85 ára gamli Ecclestone gerir allt vitlaust með ummælum sínum.
Hann sagði áður að innflytjendur hefðu ekkert gert fyrir Bretland. Ecclestone hrósaði líka Hitler fyrir nokkrum árum síðan. Sagði að hann hefði verið maður sem kunni að koma hlutum í verk.
Konur hafa ekki líkamlega burði til að keyra formúlubíl
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn


Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn


Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Fótbolti