Samfélagslegar framfarir – Hvað virkar? Hákon Gunnarsson og Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2016 07:00 Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Mælingar á hagsæld þjóða og landsvæða er mjög vandasöm. Í mælingum World Economic Forum er Ísland í 29. sæti af 140 þjóðum en þegar hagsæld á Íslandi er metin út frá nýlegum mælikvarða um gæði samfélagsinnviða er landið í 4. sæti af 133 þjóðum, aðeins Noregur, Sviss og Svíþjóð eru ofar. Hvað veldur? Og hvor staðan er eftirsóknarverðari? Simon Kuznets, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, kom fram árið 1932 með aðferðafræði sem mældi svokallaða landsframleiðslu á einstakling (GDP pr. capita). Þrátt fyrir að Kuznets sjálfur hafi bent á marga annmarka sem slíkri aðferðafræði fylgja er þessi aðferð notuð enn í dag sem einn algildasti mælikvarði á hagsæld þjóða. Síðar var farið að þróa ýmsa mælikvarða sem tóku tillit til fleiri þátta sem hefðu áhrif á almenna hagsæld og mældu einnig almenna samkeppnishæfni, svo sem hagkvæmni atvinnulífsins, hæfi til nýsköpunar og almenna grunngerð samfélaga. Þekktasti mælikvarðinn í þessum efnum er eflaust World Economic Forum (WEF) sem allt frá 1971 hefur verið talið leiðandi í þessum efnum og gefur árlega út skýrslu sem raðar þjóðum eftir styrk í samkeppnishæfni. Aðrir mælikvarðar eru til dæmis Human Development Index hjá Sameinuðu þjóðunum sem hefur mjög sterkan félagslegan vinkil. Þá má nefna IMD-mælikvarðann frá samnefndum háskóla í Sviss en Samtök atvinnulífsins hafa kynnt þær niðurstöður árlega.Verkfæri sem gæti nýst hér Michael Porter, prófessor við Harvard, var lengi vel ritstjóri WEF-skýrslunnar og vildi þróa áherslur skýrslunnar í nýjar áttir. Það hlaut ekki hljómgrunn og hann hóf því ásamt fjölda leiðtoga í atvinnulífi og háskólum víða um heim að þróa nýjan mælikvarða. Sá mælikvarði hefur fengið heitið „Social Progress Index“ (SPI) og hefur verið gefinn út í þrjú ár. Þessi mælikvarði er ólíkur World Economic Forum að því leyti að hann tekur eingöngu til samfélagslegra og umhverfislegra þátta en ekki neinna hagrænna eða peningalegra breyta. Þá er ekki verið að mæla hagstærðir og efnahagsskipan heldur hvernig þegnunum líður. Til dæmis myndi SPI aldrei mæla „hlutfall af vergri landsframleiðslu“ sem mælikvarða – heldur mæla lýðheilsuþætti til dæmis lífaldur, ungbarnadauða, farsóttir og slíkt. Og þetta mat skilar Íslandi í 4. sætið eða mun ofar en á lista WEF. Atburðir síðustu vikna hafa vakið upp margar spurningar um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Margt bendir til að styrkur Íslands liggi á styrkri velferð og sjálfbærni orkunnar í stóru landi. Verkefnið framundan er því að laga hér hagstjórn og peningastefnu – en halda áfram í þá grunngerð, velferð og umburðarlyndi sem vissulega er hér til staðar. Social Progress Index er verkfæri sem gæti nýst hér.
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun