Erlent

Óttast um líf fjölda flóttamanna

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Flóttamenn hafa ekki verið fleiri síðan í Seinni heimstyrjöldinni.
Flóttamenn hafa ekki verið fleiri síðan í Seinni heimstyrjöldinni. Vísir/AFP
Sex fórust en 108 manns var bjargað við strönd Líbíu eftir að plastbátur sem flóttamenn ætluðu sér að nota til þess að komast yfir til Evrópu byrjaði að leka. Vatn hafði komist inn í bátinn og vél hans hafði eyðilagst.

Einnig er óttast að fjöldi flóttamanna hafi farist eftir að bát, sem innihélt 400 flóttamenn frá Sómalíu, hvolfdi rétt fyrir utan strendur Egyptalands.

Sendiherra Sómalíu í Egyptalandi staðfesti að báturinn hefði farist í morgun. Orðrómar um að eitthvað hefði komið fyrir höfðu þá verið á kreiki í um sólarhring á samfélagsmiðlum. Þar höfðu fjölskyldumeðlimir í örvæntingu sinni reynt að spyrjast frétta eftir að hafa misst samband við sína nánustu.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum BBC er búið er að flytja nokkra þeirra sem komust af á þar eina af grísku eyjunum í Miðjarðarhafi.

Talsmenn Sameinuðu Þjóðanna telja að um 180 þúsund manns hafi reynt að komast yfir til Evrópu sjóleiðina yfir Miðjarðarhaf á þessu ári og þar af hafi um 800 manns farist.

Greinin var uppfærð kl. 13:00.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×