Enski boltinn

Klopp: Þetta er núna mitt lið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp tók við Liverpool í október í fyrra.
Klopp tók við Liverpool í október í fyrra. vísir/epa
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann sé búinn að setja mark sitt á liðið og nú dugi engar afsakanir.

Klopp hefur ráðist í talsverðar breytingar á leikmannahópi Liverpool í sumar og Þjóðverjinn segir að þetta sé orðið „hans“ lið, frekar en liðið sem hann fékk upp í hendurnar frá Brendan Rodgers, forvera hans í starfi.

„Eftir öll þessi félagaskipti er þetta núna minn hópur. Það eru sennilega engir leikmenn í hópnum sem ég vil ekki hafa. Það voru engir leikmenn keyptir sem ég vildi ekki fá og ég hef ekki selt neina leikmenn sem ég vildi ekki selja,“ sagði Klopp sem hefur keypt sjö leikmenn í sumar.

Þjóðverjinn segist ekki hafa neinar afsakanir fyrir því að ná ekki árangri á næsta tímabili.

„Ég er óhræddur við að gera breytingar, það er hluti af starfinu. Ég er ánægður með liðið núna,“ sagði Klopp.

„Við munum berjast um allt, alla titla og svo sjáum við til hvað gerist. Eins og staðan er núna ættum við ekki að leita að afsökunum og segja hluti eins og ég þurfi ár í viðbót.“

Liverpool á eftir að leika fjóra æfingaleiki áður en liðið mætir Arsenal í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sunnudaginn 14. ágúst næstkomandi.


Tengdar fréttir

Stoke kaupir Allen

Stoke City hefur fest kaup á velska miðjumanninum Joe Allen frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×