Þessi verk áttu öll að verða gul en svo hlýddu þau mér ekkert Magnús Guðmundsson skrifar 30. júlí 2016 11:00 Helga Sigríður Valdemarsdóttir fyrir framan hluta þeirra verka sem hún sýnir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Mynd/Rut Hermannsdóttir Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar í dag sýningu á málverkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Helga Sigríður er að norðan og lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi árið 2003. Hún segir að þrátt fyrir annir við barneignir, jógakennslu og sitthvað fleira hafi hún þó reynt að halda sýningu árlega. „Já ég hef reynt að halda mig við það þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekin við að flytja og eiga börn. En nú eru þau orðin svo stór að ég get farið að mála meira. En ég er líka mikið í jóga og er í heilunarnámi sem heitir Sat Nam Rasayan og er innan jógafræðanna og út frá því fór ég mikið að pæla í olíum, lækningajurtum og svona náttúrlegum efnum . Það smitaðist svo yfir í myndlistina enda er það þannig að allt sem ég geri smitast yfir í verkin með einum eða öðrum hætti.“ Yfirskrift sýningarinnar er Sóley og Helga Sigríður segir að það megi líka rekja til þess sem hún er að gera í jóga og heilun. „Hugmyndin var sú að nota íslenskar lækningajurtir sem ég hef tröllatrú á og ætlaði að nota alls konar jurtir. Þegar ég er að heila þá er ég mikið að pæla í orkustöðvunum svo planið var að nota ákveðna liti fyrir hverja og eina orkustöð. En svo fór ég til vinkonu minnar á Kristnesi og við göngum út á tún þar sem ég sé þessa fallegu breiðu af sóleyjum. Ég ákvað að byrja að tína hana og þurrka og var að setja hana á blöð þegar guli liturinn hreinlega heillaði mig og ég ákvað að einbeita mér alfarið að sóleynni núna. Ég vinn dáldið í flæði og þó að ég sé búin að ákveða eitthvað og stefni að einhverju þá læt ég það eftir mér að taka eftir litlu hlutunum sem verða á vegi manns. Verkin áttu þannig til að mynda öll að vera gul en svo eru þau það auðvitað ekkert,“ segir Helga Sigríður og hlær glaðlega. „Þessi verk eru ekkert alltaf að hlýða mér. En auðvitað er guli liturinn undir og í öllum verkunum en það var nú aðallega út af lit sóleyjarinnar. Svo þegar ég fór að vinna með hana og setja hana á plötur, ég sem sagt mála á viðarplötur núna, þá fóru hlutirnir soldið að gerast. Ég byrjaði á því að nota viðarplötur vegna þess að mig langaði að vinna með hringformið sem ég ætlaði að tengja við orkustöðvarnar. En svo hef ég komist að því að viðurinn er eiginlega bara ekkert síðri, jafnvel bara betri en striginn. En svo er bara form sóleyjarinnar svo fallegt. Ég er með brennisóley og það er ekki síst hversu falleg hún er í forminu og tignarleg að ég ákvað að halda mig við hana.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. júlí.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira